Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús
Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús

Vilt þú stýra miðasölu og gestastofu Hörpu?

Miðasölustjóri Hörpu leiðir þjónustu og rekstur miðasölu og gestastofu hússins og ber ábyrgð á að deildin starfi í samræmi við stefnu Hörpu, ásýnd sé til fyrirmyndar og þjónustan framúrskarandi. Harpa er heimavöllur íslenskrar tónlistar og heimssvið fyrir alþjóðlega strauma. Árlegar heimsóknir gesta eru yfir 1,2 milljónir, um 1.400 viðburðir eru haldnir og miðasalan afgreiðir yfir 230 þúsund miða. Þá er Harpa einn fjölsóttasti áfangastaður ferðamanna í Reykjavík og gegnir gestastofan mikilvægu hlutverki í móttöku og þjónustu við fjölbreyttan hóp gesta.

Helstu verkefni og ábyrgð
  •  Mönnun, þjálfun og verkstjórn í gestastofu og miðasölu
  • Tekur þátt í og hefur frumkvæði að því að þróa þjónustu gestastofu og miðasölu
  • Umsjón og ábyrgð á skráningu viðburða Hörpu í miðasölukerfi sem nú er tix.is
  • Samskipti og samstarf við starfsmenn annarra sviða innan fyrirtækisins tengt miðasölu og gestastofu
  • Samskipti við tónleikahaldara, listamenn og aðra viðskiptavini og gesti Hörpu
  • Dagleg uppgjör 
  • Þekkja og miðla sögu, starfssemi og dagskrá hússins
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð almenn menntun sem nýtist í starfi, háskólamenntun er kostur. 
  • Lágmark 5 ára starfsreynsla sem nýtist í starfi
  • Þekking og reynsla af stjórnun framlínuþjónustu
  • Mikil færni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki
  • Mjög góð tungumálakunnátta, bæði talað og ritað, íslenska, enska og þriðja tungumál kostur
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Afar góðir skipulagshæfileikar
  • Hæfni og geta til að vinna undir álagi
Auglýsing birt3. febrúar 2025
Umsóknarfrestur13. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Austurbakki 2, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.HugmyndaauðgiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.TölvuöryggiPathCreated with Sketch.Vinna undir álagiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar