Héðinshurðir ehf
Héðinshurðir ehf
Héðinshurðir ehf

Viðskiptastjóri

Héðinshurðir ehf. er á spennandi vegferð og leitar nú að kraftmiklum einstaklingi til að taka þátt í að byggja upp og þróa nýtt svið innan fyrirtækisins.

Við höfum áratugareynslu í iðnaðar- og bílskúrshurðum, en erum nú að færa út kvíarnar með sölu og þjónustu á gluggum fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Þetta er tækifæri fyrir metnaðarfullan aðila sem vill hafa áhrif, sjá tækifæri og hjálpa til við að móta framtíðina á þessu sviði.

Við viljum fá með okkur öflugan einstakling sem þekkir iðnaðinn, sér tækifærin og hefur metnað til að byggja upp sterkt svið með okkur.

Helstu verkefni og ábyrgð

✔ tækifæri til að þróa og byggja upp nýtt svið innan Héðinshurða.
✔ kortleggja markaðinn, finna tækifæri og tengjast réttu aðilunum í byggingargeiranum.
✔ umsjón sölu og ráðgjöf fyrir viðskiptavini, bæði fyrirtæki og einstaklinga.
✔ vinna með samstarfsaðilum, þjónustuaðilum og birgjum til að tryggja sterka markaðsstöðu.
✔ Þátttaka í stefnumótun og vöruframboði, til að styðja við vöxt.

Menntunar- og hæfniskröfur

✔ Þú hefur góða þekkingu á byggingariðnaði, sérstaklega gluggum og/eða hurðum.
✔ Þú hefur sterkt tengslanet í byggingageiranum og ert vanur/vön að vinna með t.d. verktökum og/eða byggingaraðilum.
✔ Þú ert drífandi, sjálfstæður og sérð tækifæri þar sem aðrir sjá hindranir.
✔ Þú hefur reynslu af sölu, viðskiptastjórnun og/eða rekstri 
✔ Þú ert skipulagður, lausnamiðaður og hefur góða samskiptafærni. 
✔ Þú ert með menntun og/eða reynslu í viðskiptafræði, sölustjórnun, byggingariðnaði, tæknifræði eða verkfræði.

 

 

Auglýsing birt13. mars 2025
Umsóknarfrestur25. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Íshella 10, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.