

Við leitum að framendaforritara
Vilt þú hafa jákvæð áhrif á heilbrigðiskerfið í gegnum tækni?
Við leitum að metnaðarfullum og notendamiðuðum framendaforritara með brennandi áhuga á hönnun til þess að þróa viðmótslausnir fyrir heilbrigðisstarfsfólk og sjúklinga.
Hjá Helix Health hefur skýr og skilvirk hönnun framenda bein áhrif á líf fólks. Hver lína af kóða getur sparað dýrmætan tíma, aukið öryggi og haft raunveruleg áhrif á líðan og lífsgæði sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks.
Ef þú vilt vinna að lausnum sem skipta máli, þá viljum við endilega heyra frá þér.
-
Taka virkan þátt í þróun og viðhaldi notendaviðmóts hugbúnaðarlausna Helix
-
Vinna náið með hönnuðum, vörustjórum og þróunarteymi að því að skapa notendavænar og árangursríkar lausnir
-
Sjá til þess að þróun framenda fylgi viðurkenndum vinnulögum og bestu verklagsreglum, með áherslu á gæði, aðgengi og viðhald
-
Vera málsvari fyrir góða notendaupplifun og leggja til úrbætur sem bæta bæði virkni og útlit
-
Deila þekkingu, taka þátt í kóðaúttektum og styðja samfellda faglega þróun teymisins
-
Leggja sitt af mörkum til lausnamiðaðs og jákvæðs teymisanda þar sem samvinna og virðing eru í forgrunni
-
Sterkur grunnur í HTML, CSS og TypeScript
-
Reynsla af React æskileg en ekki nauðsynleg
-
Skilningur á responsive hönnun og aðgengismálum (accessibility)
-
Frumkvæði, fagmennska og færni í mannlegum samskiptum
-
Hæfni til að skila lausnum í samstarfi við aðra
-
Menntun í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða sambærilegum greinum, eða sambærileg reynsla
- Framúrskarandi vinnuaðstaða
-
Sveigjanlegur vinnutími
- Styrkir, s.s. líkamsræktar - og samgöngustyrkir
- Frábært mötuneyti
Helix Health hefur þróað tæknilausnir fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi í 30 ár. Hér vinnur metnaðarfullt teymi með fjölbreyttan bakgrunn sem hefur það að leiðarljósi að vilja hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Lausnir Helix ganga meðal annars út á að minnka þann tíma sem fer í skráningu hjá heilbrigðisstarfsfólki, auka öryggi skjólstæðinga og hagræða í rekstri heilbrigðisstofnana.
Umsóknarfrestur er til og með 31. maí. Vinsamlegast sendið ferilskrá og kynnisbréf með umsókn.
Allar umsóknir og fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og þeim svarað.











