
Háskóli Íslands
Háskóli Íslands er einn stærsti vinnustaður landsins. Auk tæplega þrettán þúsund nemenda starfa þar rúmlega sextán hundruð fastráðnir starfsmenn og yfir tvö þúsund stundakennarar og lausráðnir starfsmenn.Megin hlutverk Háskólans er að vera vísindaleg rannsókna- og fræðslustofnun. Til þess að svo megi vera þarf fjölmarga ólíka starfsmenn.
Háskóli Íslands er lifandi samfélag þar sem saman koma einstaklingar með ólíkan bakgrunn en allir vinna þó að sama marki að gera Háskóla Íslands að enn öflugri menntastofnun en hún er í dag.
Markmið Háskóla Íslands er að vera í fremstu röð háskóla og að nota alþjóðlega viðurkennda mælikvarða við allt gæðamat á starfi skólans. Gerðar eru kröfur til kennara, stjórnenda og annars starfsfólks til að ná þessu markmiði.
Í könnunum sem gerðar hafa verið um starfsumhverfi Háskóla Íslands kemur í ljós að starfsánægja er mikil, starfsandi góður og starfsfólk telur sig vera í góðri aðstöðu til að þróast í starfi.

Verkefnisstjóri nýsköpunarstuðnings á Vísinda- og nýsköpunar
Laust er til umsóknar starf verkefnisstjóra nýsköpunarstuðnings á Vísinda- og nýsköpunarsviði Háskóla Íslands, tímabundið til 18 mánaða.
Vísinda- og nýsköpunarsvið sinnir m.a. stuðningi við nýsköpunarstarfi starfsmanna og nemenda, m.a. með ráðgjöf og rekstri stuðningsverkefna. Starfið felur í sér viðburða- og verkefnastjórnun í tengslum við nýsköpunarþjónustu HÍ og samstarf við aðra lykilaðila í þekkingarsamfélaginu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þátttaka og umsjón með nýsköpunarviðburðum og nýsköpunarverkefnum
- Umsjón með auglýsingu og úthlutun starfsaðstöðu sviðsins fyrir frumkvöðla
- Umsjón með auglýsingum um starfsnám
- Aðstoð við rekstur á nýsköpunarhröðlunum Kveikju og AWE hraðalsins
- Aðstoð við skipulag hugverkafræðslu
- Aðstoð við nýsköpunarfræðslu, sýnileika og eflingu samfélagslegra áhrifa rannsókna við HÍ
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf sem nýtist í starfi t.d. á sviði viðskiptafræði, lögfræði eða raunvísindagreinum
- Reynsla af sambærilegum verkefnum er kostur
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Samstarfshæfni, frumkvæði og lipurð í samskiptum
- Góð almenn tölvukunnátta
Auglýsing birt28. apríl 2025
Umsóknarfrestur8. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Sæmundargata 2, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Verkefnastjóri kennslukerfa og gervigreindar
Háskólinn í Reykjavík

Sérfræðingur í Gæða- og Þjálfunarmálum
Airport Associates

Verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði
Sveitarfélagið Vogar

Verkefnastjóri samskipta
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Verkefnisstjóri á ENIC/NARIC upplýsingaskrifstofu
Háskóli Íslands

Spennandi sumarstarf fyrir meistaranema
SSH

Producer
CCP Games

Bilateral and Sector Officer – FMO
Financial Mechanism Office (FMO)

VERKEFNASTJÓRI
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar

Project Manager – Finance and Contractual
atNorth

Verkefnastjóri
GR verk ehf.

Housekeeping Manager
Hótel Dyrhólaey