Kópavogsbær
Kópavogsbær
Kópavogsbær

Verkefnastjóri kennslu og velferðar

Menntasvið Kópavogsbæjar óskar eftir kennaramenntuðum einstaklingi til að vinna við skólaþjónustu grunnskóla. Í Kópavogi eru 11 grunnskólar með u.þ.b. 5000 nemendur, í þeim ríkir mikill faglegur metnaður og nýbreytni og framþróun í skólastarfi. Skólarnir standa mjög framarlega á sviði upplýsingatækni í skólastarfi og áhersla er lögð á stuðning við stefnu um skóla fyrir alla.

Um er að ræða spennandi starf verkefnastjóra sem heldur utan um og ber ábyrgð á málaflokkum sem lúta að námi og velferð nemenda. Verkefnastjóri vinnur að innleiðingu Menntastefnu Kópavogsbæjar, framkvæmd stefnu um menntun fyrir alla, innleiðingu laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna og inngildandi menntun sem og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Kópavogsbær nýtur viðurkenningar Unicef sem barnvænt sveitarfélag og vinnur markvisst að innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og menntastefnu Kópavogsbæjar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þátttaka, frumkvæði, þróun og ábyrgð í stefnumörkun skólastarfs í Kópavogi í samvinnu við deildarstjóra grunnskóladeildar, starfsfólk menntasviðs og annað starfsfólk bæjarins
  • Tekur þátt í eftirliti á því að lögum, reglugerðum og stefnu bæjarins um stuðning við nemendur og inngildandi menntun fyrir öll börn sé framfylgt
  • Safnar saman niðurstöðum skimana, stöðu- og framvinduprófa í lestri og stærðfræði Vinnur í samstarfi við sérfræðinga á grunnskóladeild að greiningu á niðurstöðum og leggur fram tillögur um umbætur
  • Ábyrgð á málefnum nemenda með skólasóknarvanda, heldur utan um tilkynningar og eftirfylgni með nemendum
  • Tekur þátt í teymisvinnu vegna einstakra nemenda þegar við á
  • Er í reglulegum samskiptum og samvinnu við deildir menntasviðs, önnur svið bæjarins og stofnanir sem fara með málefni barna og ungmenna
  • Veitir ráðgjöf og fræðslu fyrir nemendur, foreldra og fagfólk skóla um mál sem snerta nám og velferð barna
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Kennaramenntun og leyfisbréf kennara
  • Framhaldsmenntun (MA, M.Ed., og/eða Diplóma að lágmarki) á sviði uppeldis- og menntunarfræða eða sambærilegt nám sem nýtist í starfi
  • Víðtæk þekking á lestrarfræðum og tileinkun orðaforða
  • Reynsla af verkefnastjórnun er æskileg
  • Leiðtogahæfni og færni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og metnaður til að ná árangri í starfi
  • Færni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins.

Auglýsing birt27. maí 2025
Umsóknarfrestur10. júní 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Digranesvegur 1, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar