Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands

Verkefnastjóri í verkefnastofu umbóta

Seðlabanki Íslands óskar eftir að ráða metnaðarfullan og þjónustulundaðan einstakling í starf verkefnastjóra í deild verkefnastofu umbóta á sviði gagna og umbóta.

Á sviði gagna og umbóta eru starfandi tvær deildir. Annars vegar deild verkefnastofu umbóta sem hefur umsjón með verkefnastýringu umbótaverkefna innan Seðlabanka Íslands. Hins vegar deild gagnamála sem annast söfnun, greiningu og auðgun gagna sem notuð eru til að uppfylla hlutverk Seðlabankans og í miðlun upplýsing á hans vegum.

Verkefnastjóri ber ábyrgð á undirbúningi, stýringu og eftirfylgni umbótaverkefna í samræmi við stefnu og markmið bankans. Hann tryggir að verkefni séu vel skilgreind og framkvæmd á skilvirkan hátt og stuðlar að samfellu við aðra starfsemi bankans.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Taka virkan þátt í forgangsröðun og mótun verkefna.
  • Undirbúa verkefni með því að skilgreininga markmið, umfang, áhættur og hagsmunaaðila.
  • Stýra umbótaverkefnum í samræmi við verkefnaáætlun.
  • Skipuleggja og leiða fundi, vinnustofur, verkefnateymi og tryggja að skýr sameiginlegur skilningur sé um hlutverk og ábyrgð.
  • Tryggja virkt upplýsingaflæði, reglulegar stöðuskýrslur og góð samskipti.
  • Fylgjast með framvindu verkefna, greina frávik og grípa til úrbóta eftir þörfum.
  • Meta árangur verkefna, skila lokaskýrslu og miðla lærdómi til að efla þekkingu og ferla.
  • Stuðla að stöðugum umbótum á verkefnastofu og ferlum tengdum henni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi t.d. í viðskiptafræði, verkfræði eða tölvunarfræði.
  • Umtalsverð reynsla af verkefnastýringu á stórum og flóknum verkefnum.
  • Reynsla af vinnu í Jira eða sambærilegum hugbúnaði.
  • Alþjóðavottun eða menntun í verkefnastjórnun er kostur.
  • Leiðtogahæfni og drifkraftur til að hvetja og virkja aðra til árangurs.
  • Framúrskarandi skipulags, samskipta- og greiningarfærni og hæfni til að vinna sjálfstætt og með öðrum.
  • Hæfni til að tjá sig og miðla flóknum upplýsingum á áhrifaríkan hátt í ræðu og riti á íslensku og ensku.
Auglýsing birt10. nóvember 2025
Umsóknarfrestur17. nóvember 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Kalkofnsvegur 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar