Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Verkefnastjóri Eyvarar NCC-IS

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið leitar að einstaklingi sem dreymir um að útrýma hvers kyns svikapóstum og annarri netóværu. Þú þarft ekki að vita allt um eldveggi og vírusvarnir - en löngun til að vinna með fólki sem veit allt um eldveggi og vírusvarnir er æskileg.

Við viljum fá í okkar hóp metnaðarfullan og skapandi einstakling sem er tilbúinn að setja sinn drifkraft í að hafa umsjón með starfsemi Eyvarar, samstarfsvettvangs fræðslu, menntunar og rannsókna á sviði netöryggis.

Til að byggja megi upp framúrskarandi hæfni og nýtingu á netöryggistækni á Íslandi er mikilvægt að tryggja aðgengi að góðri og fjölbreyttri menntun á sviði netöryggis og stuðla að auknum rannsóknum og nýsköpun á sviðinu.

Í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu gefast ótal tækifæri til að móta og skapa framtíðina í ráðuneyti sem ætlar sér að vera leiðandi í verkefnamiðuðu og árangursdrifnu vinnulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón samstarfsvettvangs fræðslu, menntunar og rannsókna á sviði netöryggis á Íslandi - Eyvör (e. National Coordination Centre of Iceland - NCC-IS)

  • Stuðla að virku samstarfi samstarfsaðila Eyvarar og vera tengiliður Íslands við Evrópska hæfnisetrið í netöryggi (e. European Cybersecurity Competence Centre)

  • Útbúa skýrslur og kostnaðaráætlanir til framkvæmdastjórnar ESB um starfsemi Eyvarar

  • Vinna að stefnumótun um uppbygginu þekkingar á sviði netöryggis á Íslandi í samvinnu við samstarfsaðila Eyvarar

  • Þátttaka í starfsemi Evrópska hæfnisetursins og NCC-samstarfshóps (NCC-Network)

  • Miðla upplýsingum, útbúa greinargerðir og kynningar á sviði net- og upplýsingaöryggis

  • Samskipti við hagaðila á málefnasviðinu

  • Önnur verkefni innan ráðuneytisins eftir því sem við á

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf sem nýtist í starfi

  • Þekking og reynsla af verkefnastjórnun

  • Þekking og reynsla á sviði net- og upplýsingaöryggis er mikill kostur

  • Reynsla á sviði stefnumörkunar er kostur

  • Geta til að vinna undir álagi, þrautseigja og aðlögunarhæfni

  • Mjög gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti

  • Hæfni til að miðla upplýsingum á skýran og greinargóðan hátt

  • Frumkvæði, ábyrgð, sveigjanleiki, samskiptalipurð í starfi og góð framkoma er mikilvæg

Auglýsing birt8. október 2024
Umsóknarfrestur28. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Reykjastræti 6
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýsla
Starfsgreinar
Starfsmerkingar