Umhverfis- og skipulagssvið
Umhverfis- og skipulagssvið
Umhverfis- og skipulagssvið

Verkefnastjóri aðgengismála

Reykjavíkurborg leitar að sérfræðingi í aðgengismálum. Vilt þú hjálpa okkur að gera borgina okkar aðgengilegri?

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Yfirumsjón með verkefnum sem snúa að aðgengismálum í fasteignum borgarinnar, allt frá skólum, íþróttamannvirkjum og menningarstofnunum til opinna svæða og göngustíga.
  • Vinnur að og/eða hefur umsjón með verkefnum sem snerta aðgengismál með einum eða öðrum hætti.
  • Ráðgjöf og leiðsögn m.a. til borgarbúa, kjörinna fulltrúa og fagaðila s.s. verkfræðinga, landslagsarkitekta og arkitekta varðandi aðgengismál.
  • Samskipti og samráð við íbúa, hagsmunaaðila, þjónustumiðstöðvar, ráðgjafa, stofnanir, nefndir og ráð, skrifstofur og deildir innan og utan borgarkerfisins um framkvæmd og úrlausn margvíslegra verkefna.
  • Situr fundi aðgengis- og samráðsnefndar fatlaðs fólks.
  • Tekur á móti verkefnabeiðnum og heldur utan um þær og er í samskiptum við alla aðila sem tengjast beiðninni, þ.m.t. notanda og í sumum tilvikum aðstandendum notanda.
  • Þróar verkefnaáætlun í aðgengisáætlun til lengri tíma.
  • Heldur utan um fjárveitingu til málaflokksins í gegnum bókhaldskerfi borgarinnar. Samþykkir reikninga og heldur utan um skjalavistun í samræmi við reglur borgarinnar.
  • Regluleg svörun fyrirspurna, fyrir hönd mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu og skrifstofu framkvæmda og viðhalds, um málefni sem tengjast aðgengismálum.
  • Vinna í starfshópum, bæði sem tengjast aðgengismálum en einnig stjórnsýslu Reykjavíkurborgar almennt.
  • Framfylgd aðgerða í aðgengisstefnu Reykjavíkurborgar sem og framfylgd annarra aðgerða er varða aðgengismál í byggingum sem og í borgarlandi.
  • Samskipti við verktaka og aðra hagsmunaaðila vegna framkvæmd verkefna í aðgengismálum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Nám í verk- eða tæknifræði, arkitektúr eða sambærilegum greinum á háskólastigi sem nýtist í starfi.
  • Þekking og reynsla af störfum í þágu fólks með fötlun.
  • Þekking og reynsla af aðgengismálum.
  • Framúrskarandi samskipta og samstarfshæfni.
  • Sjálfstæði í starfi, framsýni og skapandi hugsun.
  • Greiningar- og skipulagshæfni, metnaður og öguð vinnubrögð.
Aðrir góðir kostir
  • Rík þjónustulund.
  • Drifkraftur, frumkvæði og metnaður.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta og hæfni í tjáningu í ræðu og riti.
Um vinnustaðinn

Á umhverfis- og skipulagssviði er unnið að fjölbreyttum verkefnum sem auðga mannlífið í borginni. Leiðarljós USK eru aukin lífsgæði í Reykjavík með framúrskarandi þjónustu og metnaði fyrir enn betri borg og þar gegnir starfsfólkið lykilhlutverki með einstakri fagþekkingu í þeim málaflokkum sem sviðið sinnir.

Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa fylgir eftir mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og sinnir fjölbreyttum verkefnum sem snúa að málaflokkum stefnunnar. Auk þess sinnir skrifstofan eftirfylgni með lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar. 

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi kjarafélags. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ámundi Brynjólfsson skrifstofustjóri, [email protected].

Umsóknarfrestur er til og með 9. október 2023

Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu.

Auglýsing birt28. september 2023
Umsóknarfrestur9. október 2023
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.GagnagreiningPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar