

Útikennari í Varmárskóla
Varmárskóli í Mosfellsbæ óskar eftir útikennara
Í skólanum eru um 400 nemendur í 1.-6. bekk. Skólinn er Uppbyggingarskóli, vinnur með Byrjendalæsi og Læsi fyrir lífið og verið er að innleiða Leiðsagnarnám. Stutt er í fjölbreytta náttúru og lögð er áhersla á útikennslu. Í öllum árgöngum er mikið samstarf um nám og kennslu.
Útikennari í Varmárskóla vinnur með tilteknum árgöngum og aðlagar verkefni þeirra þannig að þau henti til útivinnu. Öll kennslan er úti, alla daga skólaársins.
Starfsmannahópurinn er öflugur og samvinna og samhjálp eru einkennandi fyrir samskipti innan hópsins. Okkur vantar kennara sem er tilbúinn til að takast á við fjölbreytt verkefni, vera úti í öllum veðrum og verða partur af þessum góða samstarfshópi. Mikilvægt er að viðkomandi sé vel að sér um umhverfi og sögu Mosfellsbæjar. Mögulegt starfshlutfall er á bilinu 60-100%.
Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
- Leyfisbréf til kennslustarfa
- Reynsla sem nýtist í starfi
- Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður
- Góð færni í samvinnu og samskiptum
- Hugmyndaauðgi, jákvæðni og sveigjanleiki
- Mjög góð íslenskukunnátta













