Golfklúbbur Mosfellsbæjar
Golfklúbbur Mosfellsbæjar
Golfklúbbur Mosfellsbæjar

Umsjónarmaður véla hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar

Golfklúbbur Mosfellsbæjar óskar eftir að ráða reynslumikinn og hæfan bifvélavirkja til liðs við teymið okkar. Golfklúbbur Mosfellsbæjar er með tvö vallarsvæði, Hlíðavöll og Bakkakot og er einn af stærstu golfklúbbum landsins með rétt um 2500 meðlimi. Á okkar völlum eru leiknir um 80.000 hringir árlega og því er áreiðanleiki og frammistaða véla okkar lykilatriði til að tryggja fyrsta flokks upplifun fyrir félagsmenn og gesti.

Þetta er spennandi og fjölbreytt starf í virkilega skemmtilegu starfsumhverfi. Þú berð ábyrgð á viðhaldi, viðgerðum og umsjón með öllum vélum sem notaðar eru við umhirðu okkar valla. Við bjóðum upp á frábæra vinnuaðstöðu til þess að sinna öllu viðhaldi ásamt því að leggja mikið upp úr góðum starfsanda og fjölskylduvænu starfsumhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð

·         Fyrirbyggjandi og leiðréttandi viðhald: Framkvæma daglegar athuganir og stillingar  sem og reglulegt viðhald á öllum vélum.

·         Greining og bilanaleit: Greina og gera við flóknar bilanir í vélbúnaði, vökvakerfum og rafkerfum.

·         Samvinna í teymi: Vinna náið með vallarstjóra og teymi okkar sem samanstendur af 5 starfsmönnum í fullu starfi auk fjölda sumarstarfsfólks.

·         Halda ítarlegar skrár yfir viðhald, varahluti og taka þátt í gerð og eftirfylgni árlegrar fjárhagsáætlunnar fyrir vélakost golfklúbbsins.

Menntunar- og hæfniskröfur

·         Að lágmarki fimm ára reynslu sem bifvélavirki/vélvirki.

·         Þekking og reynsla af golfíþróttinni/vinnu á golfvelli, æskileg.

·         Sérþekkingu á bensín- og dísilvélum, vökvakerfum og rafkerfum.

·         Tæknilega hæfni, þar með talið í suðu og smíði.

·         Framúrskarandi skipulagshæfni og lausnamiðaða nálgun.

·         Gilt ökuskírteini.

·         Góð almenn tölvukunnátta

Fríðindi í starfi

·         Samkeppnishæf laun í samræmi við reynslu.

·         Faglegt og fjölskylduvænt vinnuumhverfi.

·         Frábæra vinnuaðstöðu

·         Jákvætt og hvetjandi andrúmsloft þar sem allir vinna að sama markmiði

Auglýsing birt24. september 2025
Umsóknarfrestur20. október 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Valkvætt
Meðalhæfni
Staðsetning
Æðarhöfði 36, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar