
Suðurnesjabær
Suðurnesjabær er næstfjölmennasta sveitarfélagið á Suðurnesjum með um 4.350 íbúa. Mikil uppbygging og gróska er í sveitarfélaginu, m.a. með uppbyggingu nýrra hverfa. Í Suðurnesjabæ eru m.a. tveir grunnskólar, tveir leikskólar, tvær íþróttamiðstöðvar og sundlaugar, bóka- og byggðasafn. Auk þess er ýmis önnur þjónusta og starfsemi á vegum sveitarfélagsins. Suðurnesjabær er heilsueflandi samfélag sem býður uppá nálægð við náttúruna og einstaka strandlengju sem umvefur sveitarfélagið.
Umsjónarmaður félagsstarfs aldraðra hjá Suðurnesjabæ
Suðurnesjabær leitar að jákvæðum og framsæknum einstaklingi í starf umsjónarmanns félagsstarfs aldraðra hjá sveitarfélaginu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsjónarmaður félagsstarfs aldraðra hefur umsjón með daglegri starfsemi í félagsstarfi eldri borgara, skipuleggur og tekur þátt í dagskrá félagsstarfsins ásamt því að hafa umsjón með tómstundastarfi og annarri dagskrá.
Markmiðið er að boðið sé upp á fjölbreytt og faglegt félagsstarf og heilsueflingu allt árið um kring og að það sé aðlagandi og eftirsóknarvert að koma og taka þátt.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Starfar við og leiðbeinir og skipuleggur dagskrá í félagsstarfi eldri borgara.
- Hefur umsjón með tómstundastarfi.
- Leitast við að virkja alla í félagsstarfinu og mynda jákvætt, skapandi, vinalegt og opið andrúmsloft.
- Hefur umsjón með og skipuleggur viðburði á vegum félagsstarfsins.
- Skipuleggur starfið með fjölbreytni og nýbreytni að leiðarljósi í samræmi við þarfir og áhuga eldri borgara.
- Skipuleggur starfið og hefur verkstjórn yfir öðru starfsfólki.
- Sinnir innra mati á félagsstarfi eldri borgara og mótar úrbótaráætlun.
- Fundar reglulega með næsta yfirmanni.
- Þátttaka í stefnumótun í málefnum eldri borgara í Suðurnesjabæ.
- Annast innkaup á efnum og búnað.
- Vinnur skv. stefnum sveitarfélagsins.
- Önnur tilfallandi störf og verkefni í samráði við næsta yfirmann.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi s.s. félagsliðanám, stúdentspróf eða sambærilegt nám á framhaldsskólastigi.
- Áhugi á að vinna með fólki er skilyrði.
- Þekking og reynsla af starfi starfi með eldra fólki.
- Nákvæmni, samviskusemi og skipulagshæfileikar.
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og lausnamiðuð hugsun.
- Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti skilyrði
Auglýsing birt28. ágúst 2025
Umsóknarfrestur14. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Suðurnesjabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Frístundaleiðbeinandi í Hörðuvallaskóla
Hörðuvallaskóli

Velferðarsvið - Starfsmaður í heima-og stuðningsþjónustu
Reykjanesbær

Skemmtileg hlutastörf næsta vetur í frístundaheimilum í Árbæ, Grafarholti og Grafarvogi
Frístundamiðstöðin Brúin (Ársel/Gufunesbær)

Stuðningsfulltrúi í frístundaheimilið- Gulahlíð
Kringlumýri frístundamiðstöð

Stuðningsfulltrúi í Álfhólsskóla 70-100%
Álfhólsskóli

Stuðningsfulltrúi í félagsmiðstöðina Heklu
Kringlumýri frístundamiðstöð

Frístundarleiðbeinandi í Landakotsskóla
Landakotsskóli

Stuðningsfulltrúi á miðstigi - Mýró
Seltjarnarnesbær

Starf í Drekaheimum - frístund Smáraskóla
Smáraskóli

Stuðningsfulltrúi í Arnarskóla – Sérhæfður stuðningur fyrir nemendur með mikla stuðningsþörf
Arnarskóli

Forfallakennari óskast í Kársnesskóla
Kársnesskóli

Frístundaleiðbeinendur með stuðning óskast á frístundaheimili Tjarnarinnar
Frístundamiðstöðin Tjörnin