

Forfallakennari óskast í Kársnesskóla
Forfallakennari óskast í Kársnesskóla skólaárið 2025 - 2026
Kársnesskóli er heildstæður grunnskóli í vesturbæ Kópavogs. Í skólanum eru um 400 nemendur í 5. til 10. bekk og 65 starfsmenn og þar ríkir góður starfsandi. Unnið er samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Í Kársnesskóla eru allir nemendur í 5.-10.bekk með spjaldtölvur og áhersla er á fjölbreytta kennsluhætti.
Gildi skólans eru virðing, þekking, ábyrgð og ánægja.
Ráðningartími og starfshlutfall
Um er að ræða tímabundna ráðningu skólaárið 2025 – 2026 í tilfallandi forföll.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Kennaramenntun og réttindi til kennslu
- Þekking og áhugi á kennslu- og uppeldisfræði
- Einlægur áhugi á að vinna með börnum og unglingum
- Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum
- Stundvísi og áreiðanleiki er skilyrði
Frekari upplýsingar
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ
Ráðning er frá og með 10. september 2025
Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.
Eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum ráðningarvef Alfreðs.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Góðar upplýsingar um skólann má finna á heimasíðu skólans http://karsnesskoli.is/
Upplýsingar gefur Sigrún Valdimarsdóttir skólastjóri í síma 441-4600.
Öll, óháð kyni eru hvött til að sækja um starfið.
Forfallakennsla í öllum árgöngum skólans.













