
Vatnsendaskóli
Í Vatnsendaskóla er lögð rík áhersla á fjölbreytta kennsluhætti og einstaklingsmiðað nám. Áhersla er lögð á umhverfis-, rannsóknar- og vettvangsnám. Gildi skólanámskrár byggjast á virðingu, vináttu, samvinnu og skapandi skólastarfi. Sérstök áhersla er lögð á náttúrufræði og raungreinar og útikennsla er ríkur þáttur í skólastarfinu þar sem skólinn er staðsettur í fallegu umhverfi við Elliðavatn.
Í Vatnsendaskóla er litið á hvern árgang sem eina heild. Kennarar árgangsins bera sameiginlega ábyrgð á nemendum og vinna saman að því að skipuleggja nám nemenda. Þetta fyrirkomulag stuðlar að sveigjanleika og býður upp á möguleika að breyta hópum í samræmi við viðfangsefni og aukna samkennslu þar sem það á við. Þannig nýtist styrkur og hæfni starfsfólks nemendum.

Frístundaleiðbeinendur í Vatnsendaskóla
Vatnsendaskóli óskar eftir frístundaleiðbeinendum í 20%-45% starf eftir hádegi skólaárið 2025-2026.
Vatnsendaskóli er heildstæður grunnskóli með 560 nemendur og 90 starfsmenn. Við skólann er starfrækt frístundin Stjörnuheimar fyrir nemendur í 1. til 4. bekk. Vinnutími frístundaleiðbeinenda getur hentað fólki sem er í námi.
Vatnsendaskóli er staðsettur í fallegu umhverfi við Elliðavatn. Áhersla er lögð á náttúrufræði og umhverfismennt í skólastarfinu, útikennslu og fjölbreytta kennsluhætti. Unnið er samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Góður starfsandi er í skólanum og vinnuaðstæður góðar.
Einkunnarorð skólans eru virðing, vinátta, samvinna og skapandi starf.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Frístundastarf með nemendum í 1.- 4. bekk.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Framhaldsskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla og áhugi á að starfa með börnum
- Hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfi
- Frumkvæði og sköpunargleði
Fríðindi í starfi
Frítt í sund fyrir starfsfólk Kópavogsbæjar.
Auglýsing birt26. ágúst 2025
Umsóknarfrestur8. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Funahvarf 2, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiTeymisvinna
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Forfallakennari óskast í Kársnesskóla
Kársnesskóli

Frístundaleiðbeinendur með stuðning óskast á frístundaheimili Tjarnarinnar
Frístundamiðstöðin Tjörnin

Frístundaleiðbeinendur óskast á frístundaheimili Tjarnarinnar
Frístundamiðstöðin Tjörnin

Stuðningsstarfsmenn óskast í hlutastörf
Frístundamiðstöðin Miðberg

Sjálandsskóli auglýsir eftir starfsmanni í Sælukot
Garðabær

Klettaskóli - stuðningsfulltrúi
Klettaskóli

Leikskólakennari / leiðbeinandi Seljaborg
Leikskólinn Seljaborg

Ert þú kennari? þá er þetta starfið fyrir þig
Leikskólinn Sjáland

Frístundaráðgjafar/leiðbeinendur
Kringlumýri frístundamiðstöð

Leikskólakennari - leikskólaliði
Leikskólinn Ösp

Stuðningsfulltrúi í frístundaheimilið- Gulahlíð
Kringlumýri frístundamiðstöð

Leikskólakennari á Hnoðraból
Borgarbyggð