Smáraskóli
Smáraskóli
Smáraskóli

Umsjónarkennari í 4. bekk

Smáraskóli leitar að umsjónarkennara í 4. bekk fyrir skólaárið 2024 - 2025. Í Smáraskóla er litið á hvern árgang sem eina heild þar sem teymi kennara vinna með nemendum.

Smáraskóli er heildstæður grunnskóli með um 470 nemendur og 75 starfsmenn. Unnið er samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar og skólinn er heilsueflandi grunnskóli og verið er að vinna að því að Smárskóli verði réttindaskóli UNICEF.

Lögð er áhersla á skapandi skólastarf og samvinnu kennara og nemenda og er teymiskennsla það fyrirkomulag sem lagt er til grundvallar. Allir kennarar ásamt nemendum í 5. – 10. bekk eru með spjaldtölvur og mikil áhersla er lögð á einstaklingsmiðun náms og fjölbreytta kennsluhætti.

Smáraskóli er staðsettur í fallegu umhverfi í Kópavogsdalnum og miklir möguleikar eru til hreyfingar, útivistar og útikennslu í nágrenni skólans.

Menntun og mannrækt er leiðarljós í starfi Smáraskóla.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Kennsla í árgangateymi með umsjón.
  • Samstarf við foreldra um nám og velferð nemenda.
  • Samstarf innan skólans að faglegum málefnum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla.
  • Áhugi á teymiskennslu og þverfaglegu samstarfi.
  • Einlægur áhugi á að vinna með börnum.
  • Þolinmæði og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.
  • Góð íslenskukunnátta
Auglýsing stofnuð23. apríl 2024
Umsóknarfrestur12. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Dalsmári 1, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.KennslaPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Umönnun (barna/aldraðra/fatlaðra)PathCreated with Sketch.Þolinmæði
Starfsgreinar
Starfsmerkingar