Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Námsbrautarstjóri

Isaviaskólinn óskar eftir að ráða kraftmikinn og metnaðarfullan einstakling í starf námsbrautarstjóra flugvallarbrautar. Viðkomandi mun sjá um skipulag og framkvæmd þjálfunar í flugvallarþjónustu á öllum flugvöllum Isavia. Við leitum því að einstaklingi sem býr yfir mikilli skipulagshæfni, hefur góða þekkingu á gerð námsefnis og mikið frumkvæði.

Eins og fyrr segir mun viðkomandi starfa í öflugu teymi sérfræðinga í Isaviaskólanum sem er þekkingarmiðstöð Isavia og hefur það hlutverk að byggja upp og viðhalda þekkingu og hæfni starfsfólks.

Helstu verkefni:

  • Heildarskipulag og framkvæmd þjálfunar í flugvallarþjónustu og farþegaakstri

  • Gerð þjálfunaráætlunar, námsskrár, kennsluáætlana og hæfnimats

  • Gerð námsefnis, þ.m.t. stafræns námsefnis

  • Ber ábyrgð á og hefur umsjón með skráningu þjálfunar

  • Eftirlit og stuðningur við framkvæmd þjálfunar á flugvöllum félagsins

  • Áætlanagerð og mat á gæðum þjálfunar

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er skilyrði

  • Mjög góð tölvukunnátta og tækniþekking

  • Reynsla og þekking á skipulagningu fræðslu og þjálfunar

  • Hæfni í námsefnisgerð, þ.m.t. stafræns námsefnis

  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti

  • Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og jákvæðni

Starfsstöð er á Keflavíkurflugvelli.

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar, farsímaáskrift og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Umsóknarfrestur er til og með 19.maí 2024.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Gerður Pétursdóttir fræðslustjóri Isaviaskólans, í gegnum netfang gerdur.petursdottir@isavia.is.

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið. Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

Auglýsing stofnuð3. maí 2024
Umsóknarfrestur19. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.NýjungagirniPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Textagerð
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar