Vopnafjarðarskóli
Vopnafjarðarskóli
Vopnafjarðarskóli

Tólistarskóli Vopnafjarðar auglýsir eftir tónlistarkennara

Við Tónlistarskóla Vopnafjarðar vantar tónlistarkennara til að kenna á píanó í

u.þ.b. 60%-70% stöðu. Það væri kostur ef viðkomandi gæti kennt á fleiri hljóðfæri

t.d. blokkflautu, fiðlu eða söng.

Þar sem ekki er um 100% stöðu að ræða við tónlistarskólann gæti starf organista Hofsprestakalls fyllt þá stöðu, sem einnig er auglýst eftir.

Einnig er möguleiki á kórstjórn Karlakórs Vopnafjarðar.

Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitafélaga og KÍ.

Skilyrði við ráðningu er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.

Umsóknarfrestur um ofangreindar stöður er til 31. maí n.k. og skulu umsóknir og ferilskrá

berast á netfangið [email protected]

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Elva Konráðsdóttir skólastjóri í síma 4703251/8489768

og netfangið [email protected]

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Kennsla nemenda í samræmi við þarfir þeirra og samkvæmt aðalnámskrá og

    skólanámskrá.

  • Undirbúningur nemenda fyrir próf, tónleika og aðra tónlistarviðburði.

  • Skipulag og utanumhald á kennslu eigin nemenda.

  • Samskipti við forráðamenn og samstarfsfólk.

  • Þátttaka í skipulagningu og framkvæmd tónleika og annarra

    tónlistarviðburða.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Tónlistarkennaramenntun, tónmenntakennaramenntun eða haldgóð tónlistarmenntun sem nýtist í starfi
  • Færni í mannlegum samskiptum
Auglýsing birt16. maí 2025
Umsóknarfrestur31. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Lónabraut 16, 690 Vopnafjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar