Listaskóli Mosfellsbæjar
Listaskóli Mosfellsbæjar
Listaskóli Mosfellsbæjar

Rytmískur píanókennari

Rytmískur píanókennari óskast í afleysingar við Listaskóla Mosfellsbæjar. Um 40-50% starfshlutfall er að ræða frá 1. ágúst 2025 - 31. desember 2025.

Listaskóli Mosfellsbæjar skiptist í tónlistardeild sem er stærsta deildin innan skólans, Skólahljómsveit Mosfellsbæjar, Leikfélag Mosfellssveitar og Myndlistarskóla Mosfellsbæjar. Þessir aðilar vinna saman að öflugri listkennslu í sveitarfélaginu, svo og öflugu lista- og menningarstarfi.

Aðal starfsstöð tónlistardeildar er í húsnæði Listaskólans í Háholti 14 en skólinn starfar einnig í mjög góðu samstarfi í öllum grunnskólum bæjarins.

Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun í rytmískum píanóleik  (að lágmarki framhaldspróf)
  • Reynsla af píanókennslu
  • Góð færni í samvinnu og samskiptum
  • Faglegur metnaður og áhugi á starfsþróun og fjölbreytni í skólastarfi
  • Mjög góð íslenskukunnátta
Auglýsing birt13. maí 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Mosfellsbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Píanó
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.