
VÍS
VÍS er framúrskarandi vinnustaður með einstaka vinnustaðamenningu.
Við erum fyrirmyndarfyrirtæki, leggjum áherslu á jafnrétti og höfum útrýmt launamun kynjanna.
Við sköpum tækifæri fyrir starfsfólkið okkar til þess að vaxa og dafna – í lífi og starfi. Við bjóðum upp á nýsköpunarumhverfi og elskum hugrekki.
VÍS ætlar að breyta því hvernig tryggingar virka og þannig fækka slysum og tjónum. Við leggjum ríka áherslu á sjálfbærni því við vitum að það er framtíðin.

Tjónaskoðunarmaður ökutækjatjóna
Ert þú bifreiðasmiður, bifvélavirki eða bílamálari? Þá gætum við verið að leita að þér.
Við leitum að tjónaskoðunarmanni sem mun tilheyra öflugum hópi starfsfólks munatjóna. Starfið er fjölbreytt og krefjandi og hentar einstaklingum sem er reynslumikið fagfólk í sinni iðngrein.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Samskipti og upplýsingagjöf til verkstæða, viðskiptavina og samstarfsmanna
- Yfirferð tjónamata og kostnaðaráætlanir frá verkstæðum
- Uppgjör tjónabóta til viðskiptavina fyrir ökutæki
- Fylgja eftir viðgerðum og uppgjöri á ökutækjum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sveinspróf í bifreiðasmíði, bifvélavirkjun og/eða bílamálun skilyrði, meistararéttindi kostur
- Mikil alhliða reynsla af viðgerðum á ökutækjum skilyrði
- Rík þjónustulund og samskiptafærni
- Sjálfstæð vinnubrögð og umbótahugsun
Tjónaskoðun fer að miklu leyti fram í gegnum Cabas tjónamatskerfið og því er reynsla af því kerfi kostur.
Fríðindi í starfi
- Framúrskarandi vinnustað með einstaka vinnustaðamenningu
- Fyrirmyndarfyrirtæki með áherslu á jafnrétti
- Fyrirtæki sem hugsar til framtíðar með því að leggja áherslu á sjálfbærni
- Tækifæri til þess að vaxa og dafna bæði í lífi og starfi
Auglýsing birt20. ágúst 2025
Umsóknarfrestur28. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Ármúli 3, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Mannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðSveinsprófÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Bílaumsjónarmaður
MAX1 | VÉLALAND

Ábyrgðafulltrúi BL
BL ehf.

Bifvélavirki fyrir Max1/Vélaland
MAX1 | VÉLALAND

Service Business Process Lead / System Owner PLM
Marel

Starfsmaður í viðgerðarþjónustu
Íslyft / Steinbock þjónustan ehf

Bifvélavirki/Mechanics (super jeeps and small busses)
Arctic Adventures

Kjararáðgjafi á mannauðs- og kjaradeild
Garðabær

Bifvélavirki fyrir Velti
Veltir

Bókari
Arctic Adventures

Ásetning aukahluta
Toyota

Tollafulltrúi
Smyril Line Ísland ehf.

Repair facility in Reykjavik
Avis og Budget