Smyril Line Ísland ehf.
Smyril Line Ísland ehf.
Smyril Line Ísland ehf.

Tollafulltrúi

Smyril Line Cargo óskar eftir metnaðarfullum og ábyrgum tollafulltrúa til starfa í tolladeild félagsins í Reykjavík.

Við leitum að einstaklingi sem hefur góða þekkingu á tollamálum, brennandi áhuga á alþjóðaviðskiptum og vill vera hluti af framsæknu teymi í alþjóðlegu starfsumhverfi.

Sem tollafulltrúi sérð þú um tollafgreiðslu í inn- og útflutningi fyrir viðskiptavini félagsins. Starfið er fjölbreytt og krefjandi með mikla ábyrgð, þar sem náin samvinna er við viðskiptavini, samstarfsaðila og tollayfirvöld.

Starfshlutfall: 100%
Vinnutími: 8:30 til 16:30 virka daga með sveigjanleika eftir þörfum

    Helstu verkefni og ábyrgð
    • Tollskýrslugerð og úrvinnsla vörureikninga
    • Samskipti og samstarf við tollayfirvöld
    • Þjónusta og ráðgjöf við viðskiptavini
    • Skjalavinnsla og frágangur gagna
    • Önnur verkefni samkvæmt ákvörðun deildarstjóra
    Menntunar- og hæfniskröfur
    • Réttindi sem löggiltur tollmiðlari
    • Reynsla af tollun er skilyrði
    • Mjög góð samskiptahæfni og þjónustulund
    • Jákvæðni, heiðarleiki og áreiðanleiki
    • Góð almenn tölvukunnátta og skipulagshæfni
    Auglýsing birt20. ágúst 2025
    Umsóknarfrestur9. september 2025
    Tungumálahæfni
    ÍslenskaÍslenska
    Nauðsyn
    Framúrskarandi
    EnskaEnska
    Nauðsyn
    Mjög góð
    Staðsetning
    Klettháls 1, 110 Reykjavík
    Starfstegund
    Vinnuumhverfi
    Starfsgreinar
    Starfsmerkingar