
Þór hf.
Þór hf. er fjölskyldufyrirtæki sem flytur inn, selur og þjónustar vélar og tæki fyrir fagaðila. Hjá Þór hf. starfa 30 manns í Reykjavík, á Akureyri og á Selfossi

Innkaupafulltrúi
Við leitum að einstaklingi til þess að sjá um innkaup og birgðaumsjón. Stór hluti af starfinu er gerð innkaupapantana og eftirfylgni með þeim, innkaup og eftirlit með vöruflæði í verslanir okkar og vöruhús.
Um er að ræða nýtt starf á skrifstofu.
Þór hf. rekur í dag þrjár verslanir. Ein er staðsett í Reykjavík, önnur á Akureyri og sú þriðja á Selfossi.
Við hvetjum öll áhugasöm til þess að sækja um starfið.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Gerð innkaupapantana og eftirfylgni
- Þáttaka í gerð innkaupáætlana í samstarfi við aðra stjórnendur
- Verðútreikningur
- Eftirlit með birgðum og upplýsingum um vörur
- Samskipti við innlenda og erlenda birgja
- Umsjón með tollafgreiðslu og samskipti við flutningsaðila
- Önnur tilfallandi verkefni tengd innflutningi og á skrifstofu
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð þekking og kunnátta á Excel
- Menntun sem nýtist í starfi s.s viðskiptafræði
- Þekking á AGR og/eða Business Central hugbúnaðinum er kostur
- Gott vald á íslensku og ensku
- Þjónustulund
Fríðindi í starfi
- Sérkjör á vörum sem Þór selur
- Íþróttastyrkur
- Starfsmannafélag
Auglýsing birt11. ágúst 2025
Umsóknarfrestur25. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Krókháls 16, 113 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Þjónustusvið - Farmskrárfulltrúi
Torcargo

Sérfræðingur í vörustýringu
1912 ehf.

Fjármálaráðgjöf Deloitte er að ráða ráðgjafa
Deloitte

Sérfræðingur í hagdeild
Coca-Cola á Íslandi

Sérfræðingur í innkaupum
Landsnet hf.

Sérfræðingur í bókhaldi hjá ECIT Bókað ehf í Borgarnesi
ECIT

Innkaupafulltrúi
Heilsa

Forstöðumaður fjármálamarkaða
Seðlabanki Íslands

Viðskiptastjóri Billboard
Billboard og Buzz

Sérfræðingar í fjármálaþjónustu og rekstrarráðgjöf
Reykjavík - Fjármála- og áhættustýringarsvið

Vöru- og viðskiptastjóri
Kjaran ehf.

Sérfræðingur í launavinnslu
Alcoa Fjarðaál