
Hekla
Hekla sérhæfir sig i sölu og þjónustu á nýjum og notuðum bílum frá Audi, Volkswagen, Skoda, Mitsubishi og Ora. Framleiðendur sem þekktir eru fyrir framúrskarandi gæði og áreiðanleika.
Hjá okkur starfar samstilltur hópur reyndra og þjónustulipra starfsmanna sem hafa það að leiðarljósi að veita framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf. Öflug liðsheild einkennir fyrirtækið sem hefur undanfarin ár verið leiðandi í sölu og viðhaldi á vistvænum bílum.
Við bjóðum upp á alhliða bifreiðaþjónustu og búum yfir einu best búna bifreiðaverkstæði landsins þar sem starfa þrautþjálfaðir bifvélavirkjar.
Hekla er staðsett við Laugaveg 174 í Reykjavík en Hekla Notaðir Bílar eru á Kletthálsi 13 en þar er að finna mikið úrval nýlegra og notaðra bíla.
Þjónusta og sala Heklu snýst um þig.

Þjónustuver varahluta og verkstæðis
Leitað er að starfsfólki sem ber ábyrgð á sölu vara- og aukahluta og að veita viðskiptavinum ráðgjöf við kaup á þeim sem og starfsfólki til að sjá um bókanir á verkstæði og upplýsingagjöf til viðskiptavina verkstæðis.
Menntunar- og hæfniskröfur
Þekking á bílum og bílavarahlutum er æskileg
Rík þjónustulund er krafa
Lausnarmiðuð hugsun
Gott vald á íslensku og ensku
Þekking á virkni og búnaði bifreiða er æskileg
Geta til að leita sér upplýsinga í kerfum framleiðanda er krafa
Tölvulæsi og hæfni til að viðhalda þekkingu og aðlagast nýjum kerfum er krafa
Helstu verkefni og ábyrgð
Veita söluráðgjöf til innri og ytri viðskiptavina í samræmi við staðla framleiðanda.
Skrá upplýsingar og sölupantanir eða þjónustupantanir rétt í kerfi sem unnið er með.
Veita símaráðgjöf um varahlutir, aukahluti, verkstæðisþjónustu eða annað sem að viðskiptavinur óskar eftir.
Veita ráðgjöf í gegnum tölvupóst og netspjall um varahlutir, aukahluti, verkstæðisþjónustu eða annað sem að viðskiptavinur óskar eftir.
Þátttaka í hópavinnu til að leysa verkefni innan fyrirtækisins þegar þess er þörf.
Auglýsing birt27. maí 2023
Umsóknarfrestur13. júní 2023
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Laugavegur 170-174, 105 Reykjavík
Tunguháls 8, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Samskipti í símaSamskipti með tölvupóstiSölumennskaÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Part Time Sales Assistant
Sports Direct Lindum

Þjónustufulltrúi í langtímaleigudeild í Reykjavík
Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar

Hlutastarf í þjónustudeild - ELKO Lindir
ELKO

Við leitum að þjónusturáðgjafa í Fjallabyggð
Arion banki

Þjónustufulltrúi - sumar
DHL Express Iceland ehf

We are hiring - Front Desk and Bellman
The Reykjavik EDITION

Læknamóttökuritari 50% staða
Útlitslækning

Sumarstarf í þjónustuveri Hringdu!
Hringdu

Þjónustufulltrúi óskast hjá Hringdu!
Hringdu

Þjónusturáðgjafi í Borgarnesi
Arion banki

Sumarstarf á Skagaströnd og Blönduósi
Landsbankinn

VR á Selfossi - þjónustusvið
VR