

Þjónustustjóri (Customer Success Manager) – Akademias
Akademias leitar að öflugum og þjónustumiðuðum Þjónustustjóra til að leiða samskipti og árangur viðskiptavina AVIA – fræðslukerfið. Kerfið hjálpar vinnustöðum að byggja upp sterka vinnustaðamenningu og markvissa starfsþróun.
Ef þú hefur brennandi áhuga á þjónustu, stafrænum lausnum og vilt vinna náið með viðskiptavinum til að tryggja raunverulegan árangur – þá gæti þetta verið starfið fyrir þig.
-
Umsjón með viðskiptavinum AVIA og tryggja að þeir nái hámarksárangri
-
Verkefnastýring þjónustu með þjónustuteymi
-
Móttaka nýrra viðskiptavina (onboarding), fræðsla og leiðsögn
-
Regluleg samskipti við viðskiptavini og eftirfylgni
-
Greina þarfir viðskiptavina og koma á framfæri við vöru- og þróunarteymi
-
Aðstoð við viðskiptavini í daglegri notkun (customer success & support)
-
Þátttaka í þróun þjónustuferla, efnis og lausna
-
Hefur reynslu af þjónustu, ráðgjöf eða customer success
-
Þekking á Jira og þjónustuhluta Jira
-
Þekking og reynsla á fræðslukerfum (LMS) (kostur ekki skilyrði)
-
Hefur góða tæknilæsi og áhuga á hugbúnaði og stafrænum lausnum
-
Er skipulagður, sjálfstæður og lausnamiðaður
-
Á auðvelt með samskipti og getur útskýrt flókin atriði á einfaldan hátt
-
Hefur frumkvæði og vill taka þátt í að móta þjónustu og upplifun viðskiptavina
Talar og skrifar íslensku reiprennandi og á auðvelt sem tæknileg samskipti á ensku
-
Áhugavert og fjölbreytt starf í vaxandi fyrirtæki
-
Tækifæri til að hafa raunveruleg áhrif á upplifun og árangur viðskiptavina
-
Sveigjanlegt vinnuumhverfi og sjálfstæði í starfi
-
Náin samvinna við skapandi og metnaðarfullt teymi
Íslenska
Enska









