OK
OK samanstendur af gríðarlega öflugu starfsfólki, en þar sameinast eldmóður, reynsla og þekking starfsfólks sem setur þarfir viðskiptavina í forgang.
OK hefur að skipa öflugu teymi reyndra sérfræðinga á flestum sviðum upplýsingatækni með langa reynslu af ráðgjöf, rekstri, þjónustu og innleiðingu lausna hjá flestum af stærstu og kröfuhörðustu fyrirtækjum og stofnunum landsins ásamt stórum erlendum viðskiptavinum.
Vinnustaðurinn er krefjandi og skemmtilegur þar sem starfsmenn eru hvattir til að vera sjálfstæðir í starfi og hafa áhrif á eigið starfsumhverfi.
Hjá OK starfar samhentur hópur fólks og er kapp lagt á að viðhalda góðum starfsanda, en það hefur skilað sér í ánægðu starfsfólki sem hefur fengið tækifæri til að vaxa og dafna í leik og starfi.
OK hlaut viðurkenninguna Fyrirtæki ársins 2023 sem veitt er fyrirtækjum fyrir framúrskarandi vinnuumhverfi og starfsanda, en fyrirtækið hefur hlotið þá viðurkenningu þrjú ár í röð.
Tæknimaður í uppsetningu, viðgerðum og þjónustu á netþjónum
OK leitar að áhugasömum einstakling til að bætast við frábært teymi okkar í uppsetningu, viðgerðum og þjónustu á netþjónum og öðrum miðlægum búnaði. Vinnan snýr að vélbúnaði og því mikilvægt að viðkomandi hafi áhuga og reynslu á vinnu við vélbúnað. Um er að ræða fullt starf á dagtíma.
Vinna tæknimanna í teyminu fer bæði fram hjá viðskiptavinum sem og í gagnaverum og eru verkefnin fjölbreytt og spennandi.
Hjá OK starfar fjölbreyttur hópur fólks og hvetjum við öll sem uppfylla hæfnikröfur og hafa áhuga á starfinu til að sækja um, óháð kyni.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Uppsetning búnaðar í gagnaverum
- Bilanagreining og viðgerðir á vélbúnaði
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Rafeindavirkjun, rafvirkjun eða sambærileg menntun / reynsla æskileg
- Reynsla af umsýslu með vélbúnað æskileg
- Áhugi á tækni og vélbúnaði
- Vilji til að læra og taka vottanir og próf hjá birgjum skilyrði
- Hreint sakavottorð er skilyrði
- Bílpróf er skilyrði
- Öguð og sjálfstæð vinnubrögð
- Geta til að vinna í hóp og vera hluti af teymi
- Góð færni í íslensku, bæði skrifuðu og töluðu máli
- Góð færni í ensku, bæði skrifuðu og töluðu máli
- Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri
Auglýsing birt6. janúar 2025
Umsóknarfrestur19. janúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðValkvætt
Enska
MeðalhæfniValkvætt
Staðsetning
Skútuvogur 2, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Fljót/ur að læraFrumkvæðiHeiðarleikiHreint sakavottorðJákvæðniMannleg samskiptiMetnaðurSamskipti í símaSjálfstæð vinnubrögðStundvísiÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)