
Sessor
Sessor er óháð ráðgjafar- og þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatækni, fjármála og rekstrar. Við sérhæfum okkur í að móta heildarlausnir sem tengja saman rekstur, tækni og fjármál með það að markmiði að auka sjálfvirkni, bæta öryggi, hagræða ferlum og lækka heildarkostnað.
Við vinnum í nánu samstarfi við viðskiptavini okkar til að styrkja lykilþætti rekstrar og ná fram raunverulegum árangri. Með djúpri þekkingu á samspili tækni, fólks og ferla hjálpum við fyrirtækjum að hámarka nýtingu tæknilegra lausna, auka afköst og fá skýrari yfirsýn yfir reksturinn.
Árangurinn byggir á öflugu teymi Sessor þar sem sérfræðiþekking og lausnamiðuð hugsun fara saman. Í hverju skrefi höfum við hagsmuni viðskiptavinarins að leiðarljósi og vinnum að lausnum sem styðja bæði daglegan rekstur og framtíðarsýn fyrirtækisins.
VERTU LEIÐANDI MEÐ OKKUR
Við erum alltaf að leita að öflugum einstaklingum í hópinn. Ef þú hefur ástríðu fyrir tækni, rekstri og lausnamiðaðri hugsun, hvetjum við þig til að hafa samband á [email protected].

Tæknilegur bókari
Hefur þú brennandi áhuga á fjármálum og vilt taka þátt í öflugu og vaxandi umhverfi?
Við hjá Sessor leitum að drífandi og lausnamiðuðum bókara sem hefur góða reynslu af bókhaldi og fjármálum – og áhuga á að vaxa í starfi. Hjá okkur færðu tækifæri til að vinna með fjölbreyttum viðskiptavinum og vera hluti af framsæknu og tæknivæddu umhverfi þar sem samvinna er í fyrirrúmi.
Við leggjum áherslu á að styðja starfsfólk í faglegri þróun. Hjá okkur færðu tækifæri til að vaxa í starfi, tileinka þér nýjar aðferðir og tæknilausnir og styrkja þekkingu þína á markvissan hátt.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Bókhald og launavinnsla
- Ráðgjöf og þjónusta við fjölbreyttan hóp viðskiptavina
- Þátttaka í umbótum lausna og innleiðingu lausna
- Framsetning stjórnendaupplýsinga og samskipti við hagaðila
- Þátttaka í þróun verkefna og nýsköpun á fjármálasviði
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi s.s. viðurkenndur bókari, viðskiptafræði eða í öðrum tengdum greinum
- Reynsla af bókhaldi eða sambærilegum fjármálaverkefnum
- Frumkvæði, nákvæmni og geta til að vinna sjálfstætt
- Hæfni í mannlegum samskiptum og góð þjónustulund
- Vilji til að læra og þróast í tæknivæddu umhverfi
Auglýsing birt29. ágúst 2025
Umsóknarfrestur19. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Strandvegur 63, 900 Vestmannaeyjar
Hafnarstétt 3, 640 Húsavík
Vesturvör 30C, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
Almenn tæknikunnáttaFrumkvæðiHeiðarleikiHönnun ferlaHugmyndaauðgiInnleiðing ferlaSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagVinna undir álagiÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

AÐALBÓKARI
Þingeyjarsveit

Bókari
Intellecta

Aðstoðarmanneskja skrifstofustjóra
Norconsult Ísland ehf.

Sérfræðingur í bókhaldi og launavinnslu óskast
Málmsteypa Þorgríms Jónssonar ehf

Sérfræðingur í innheimtudeild
Menntasjóður námsmanna

Bókari
Kerfi Fyrirtækjaþjónusta

Bókhald
Endurskoðun Flókagötu

Quality Specialist
Controlant

Viðskiptafræðingur - Bókari
&Pálsson

Innkaupafulltrúi
Hagvangur

Deildarstjóri þjónustudeildar á Austursvæði
Vegagerðin

Forstöðumaður reikningshalds
Bílaumboðið Askja