
Eimskip
Eimskip er alþjóðlegt flutningafyrirtæki sem sinnir gáma- og frystiflutningum í Norður-Atlantshafi og sérhæfir sig í flutningsmiðlun með áherslu á flutninga á frosinni og kældri vöru. Með siglingakerfi sínu tengir Eimskip saman Evrópu og Norður-Ameríku í gegnum Ísland. Félagið starfrækir 56 skrifstofur í 20 löndum og hefur á að skipa fjölbreyttum hópi starfsfólks en í heildina starfa um 1.700 manns af 43 þjóðernum hjá félaginu.

Tækja- og viðhaldsstjóri
Eimskip leitar að öflugum og skipulögðum einstaklingi til að hafa umsjón með tækjaflota Innanlandssviðs félagsins.
Um er að ræða fjölbreytt starf sem felur í sér umsjón með viðhaldi og ástandi tækja, innkaupum á búnaði og samskiptum við þjónustuaðila og birgja.
Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi góða þekkingu og áhuga á vörubílum og viðhaldi tækja. Starfið krefst mikilla samskipta við samstarfsfólk og birgja, og því er góð hæfni í samskiptum skilyrði.
Vinnutími er virka daga frá kl 8-16.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skipuleggja viðgerðir og viðhald á flotanum
- Samskipti við verkstæði og aðra birgja, svo sem bílaumboð
- Halda utan um skoðanir tækja og ADR réttindi
- Sjá um ökuritalesningu og að taka km stöðu tækja
- Innkaup á varahlutum og búnaði
- Merking bíla og tækja
- Samþykkt viðhaldsreikninga
- Sala á notuðum tækjum
- Þátttaka í fjárfestingum á tækjum og búnaði
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi
- Þekking og áhugi á vörubílum, vögnum og öðrum búnaði
- Góð almenn tölvuþekking
- Nákvæmni í vinnubrögðum
- Framúrskarandi samskiptahæfni
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Aukin ökuréttindi CE eru kostur
- Hreint sakavottorð
Fríðindi í starfi
- Heilsu- og hamingjupakki fyrir starfsfólk sem inniheldur m.a. heilsuræktarstyrk, sálfræðiþjónustustyrk, samgöngustyrk og fleira
- Gott mötuneyti og matur niðurgreiddur fyrir starfsfólk
Auglýsing birt15. maí 2025
Umsóknarfrestur25. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Klettagarðar 15, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Almenn tæknikunnáttaMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðSkipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Tækjamenn
Hreinsitækni ehf.

Vélstjóri/vélfræðingur/vélvirki/
Matfugl

Rafvirki
Blikkás ehf

Rannsókn og hjólaskófla
Steypustöðin

Starfsmaður á þjónustuverkstæði
SINDRI

Machine operators and truck drivers on Reykjanes peninsula
Ístak hf

Vélamenn og bílstjórar á Reykjanesi
Ístak hf

Almenn störf við borframkvæmdir
Jarðboranir

Plastiðjan Bjarg-Iðjulundur: Verkstjóri í vélasal
Akureyri

Vélamaður - Akureyri
Terra hf.

Bílstjórar og vélamenn
Berg Verktakar ehf

Vélamenn og bílstjórar
Ístak hf