Skipulagsstofnun
Skipulagsstofnun

Sviðsstjóri stefnumótunar og miðlunar

Skipulagsstofnun óskar eftir að ráða sviðsstjóra stefnumótunar og miðlunar.
Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á að takast á við fjölbreytt verkefni, hafa áræði og þekkingu til að leiða verkefni og getu til að leysa verk á eigin spýtur og í samstarfi við aðra. Sviðsstjóri heyrir undir forstjóra stofnunarinnar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Forysta og dagleg stjórnun sviðsins.
  • Vinna að gerð og framfylgd landsskipulagsstefnu, strandsvæðisskipulags og raflínuskipulags.
  • Þátttaka í stefnumótun og áætlanagerð stofnunarinnar.
  • Viðburðahald og útgáfa á vegum stofnunarinnar.
  • Umsjón með undirbúningi og útgáfu leiðbeininga á vegum Skipulagsstofnunar.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf sem nýtist í starfi, svo sem á sviði skipulagsfræði, arkitektúrs eða hliðstæðum greinum.
  • Þekking og reynsla af skipulagsmálum.
  • Leiðtogahæfileikar, færni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót.
  • Frumkvæði, skapandi hugsun og metnaður.
  • Nákvæmni og ögun í vinnubrögðum.
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur.
  • Gott vald á íslensku í ræðu og riti og góð enskukunnátta.
Auglýsing birt27. janúar 2026
Umsóknarfrestur9. febrúar 2026
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Borgartún 7, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar