
THG Arkitektar
THG Arkitektar starfa á sviði arkitektúrs og hönnunar ásamt verkefnisstjórnun.
Starfsfólk fyrirtækisins býr yfir mikilli og fjölbreyttri reynslu á sviði arkitektúrs, hönnunar og borgarskipulags, ásamt verkefnisstjórnun og eftirliti með framkvæmdum, nýrra og endurbyggðra bygginga og stofnana.
Allt frá stofnun fyrirtækisins hefur það verið metnaðarmál að sinna þörfum og óskum viðskiptavina á faglegan og hagkvæman hátt. Fyrirtækið hefur verið meðal brautryðjenda í arkitektúr á Íslandi og m.a. er ein sérstaða THG Arkitekta að hafa starfsfólk, sem sérhæfir sig í verkefnisstjórnun og eftirliti.
THG Arkitektar var stofnað af Halldóri Guðmundssyni arkitekt í október 1994.
Arkitekt
THG Arkitektar leita að hugmyndaríkum arkitekt með jákvætt viðmót, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum til þess að ganga til liðs við stofuna. Leitað er að aðila með frumkvæði og metnað til að takast á við krefjandi og skapandi verkefni. Viðkomandi mun koma inn í öflugan og samheldinn hóp sérfræðinga á sínu sviði.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í arkitektúr.
- Starfsreynsla sem arkitekt.
- Þekking á helstu hönnunarforritum, t.d. AutoCad, Revid og SketchUp.
- Skipulag, frumkvæði og fagmennska í vinnubrögðum.
- Afbragðs samskiptahæfni og þjónustulund.
Auglýsing birt22. janúar 2026
Umsóknarfrestur1. febrúar 2026
Tungumálahæfni
EnskaNauðsyn
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Faxafen 9, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
