
Sviðsstjóri fjármála og upplýsingatækni
Dagar hf. óska eftir að ráða árangursdrifinn og framsýnan fjármálastjóra til að leiða rekstur og þróun innviða félagsins. Starfið felur í sér yfirumsjón með fjármálum og upplýsingatækni félagsins. Fjármálastjóri er hluti af framkvæmdastjórn, er lykilaðili í stefnumótun og framþróun félagsins og vinnur náið með framkvæmdastjórn og forstjóra að því að tryggja trausta fjárhagsstöðu og rekstrarhagkvæmni.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Ábyrgð á daglegri stjórn fjármála- og upplýsingatæknisviðs
- Ábyrgð á fjármálastjórnun, reikningshaldi, gerð ársreikninga og áætlanagerð
- Upplýsinga- og skýrslugjöf til stjórnar og framkvæmdastjórnar
- Þátttaka í stefnumótun og umsjón með þróun og innleiðingu verklags með ábyrgri fjármálastjórn
- Tryggja öruggan, hagkvæman og notendavænan rekstur upplýsingatæknikerfa, ásamt ábyrgð á þróun upplýsingakerfa og upplýsingaöryggi
- Ábyrgð á fjármögnun félagsins og samskiptum við fjármálastofnanir
- Leiða umbótaverkefni, sjálfvirknivæðingu og nýtingu stafrænnar tækni í innviðum félagsins
- Ábyrgð á innra eftirliti ásamt eftirliti með verklagsreglum
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun á sviði fjármála, endurskoðunar eða tengdra greina
- Reynsla af sambærilegu stjórnunarhlutverki
- Góð þekking á fjármálakerfum, s.s. Business Central og greiningartólum, t.d. Power BI
- Farsæl reynsla af reikningshaldi, áætlanagerð og fjármögnun
- Góð þekking á upplýsingatækni og framþróun stafrænna innviða er kostur
- Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi samskiptahæfni
- Framúrskarandi hæfni til að greina og miðla fjárhagsupplýsingum á skýran hátt
- Reynsla af breytingastjórnun og rekstrarlegum umbreytingum er mikill kostur
- Sjálfstæð og markviss vinnubrögð
- Góð færni í íslensku og ensku, bæði í rituðu og töluðu máli
Um Daga:
Dagar eru framsækið en rótgróið fyrirtæki og saga þess nær allt aftur til ársins 1980. Félagið hefur einsett sér að vera í fremstu röð í ræstingum og þrifum, fasteignaumsjón og vinnustaðalausnum fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Hjá Dögum starfa um 750 manns víðsvegar um landið af ýmsum þjóðernum. Starfsumhverfi Daga er fjölbreytt en virk þátttaka og helgun starfsfólks er lykillinn að velgengni félagsins. Árangur Daga er drifinn áfram af metnaði og knýjandi þörf fyrir að leita sífellt leiða til að gera betur.
Umsóknarfrestur er til og með 14. september 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Allir áhugasamir eru hvattir til að sækja um, óháð kyni og uppruna. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.
Upplýsingar veitir Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) í síma 511-1225.

