

Sumarstarf í Þjónustudeild Ölgerðarinnar
Ölgerðin leitar eftir öflugri og jákvæðri manneskju í þjónustudeild til að sinna afleysingu í Þjónustudeild á hreinsunum og viðhaldi á bjórdælum Ölgerðarinnar í sumar. Um er að ræða fjölbreytt starf við hreinsun og viðhald á bjórkerfum ásamt léttum minniháttar viðgerðum á börum, skyndibitastöðum og veitingahúsum á landsbyggðinni og í Reykjavík í sumar.
Svæðið starfið nær til:
- Höfuðborgarsvæðis
- Suðurnesja
- Selfoss og Hveragerði
- Hellu og Hvolsvöll
- Uppsveitir Árnessýslu
- Borgarfjarðar
- Snæfellsnes
- Suðurland að Vík í Mýrdal
Starfsfólk þjónustudeildar er almennt mikið á ferðinni og þarf starfsfólk að hafa bílpróf. Vinnutími er að jafnan frá 8:00-16:00 en getur verið lengri undir ákveðnum kringumstæðum.
Hæfniskröfur
· Rík þjónustulund og sjálfstæði í vinnubrögðum
· Almennt verkvit, og reynsla af minni háttar viðgerðum kostur.
· Útsjónarsemi.
· Stundvísi og góð framkoma
· Góð samskiptahæfni
· Samviskusemi og jákvæðni
· Góð íslensku- og ensku kunnátta
· Geta unnið undir álagi.
· Reglusemi og snyrtimennska
· Bílpróf
· Hreint sakarvottorð
Viðkomandi þarf að getað hafið störf ekki seinna en 2. júní nk. og unnið til og með 15. ágúst.
Umsóknarfrestur er til og með 26. maí.
Við hvetjum fólk af öllum kynjum að sækja um.












