
Vegagerðin
Vegagerðin þróar og annast samgöngukerfi, á sjó og landi, á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins, öryggi vegfarenda og umhverfissjónarmið að leiðarljósi.
Um 350 starfsmenn Vegagerðarinnar starfa á 18 starfsstöðvum víðsvegar um landið.

Eftirlitsmaður á umsjónardeild Austursvæðis
Vegagerðin óskar eftir eftirlitsmanni með nýframkvæmdum og viðhaldi vega á starfssvæði Vegagerðarinnar á Austursvæði, sem nær frá Gígjukvísl á Skeiðarársandi að Vopnafirði. Umsjónardeild Austursvæðis er staðsett á Reyðarfirði, en einnig gæti komið til greina fyrir eftirlitsmann að hafa starfsstöð á þjónustustöð Vegagerðarinnar í Fellabæ að hluta. Starfið felur í sér töluverð ferðalög um allt starfssvæðið.
Umsjónardeildir svæða sinna eftirliti og umsýslu með framkvæmdum á viðkomandi svæði, þar með talið viðhaldi bundinna slitlaga, styrkingum og endurbótum, auk efnisvinnslu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Eftirlit með framkvæmdum og viðhaldi vega
- Þátttaka í áætlanagerð og undirbúningi framkvæmda, bæði tæknileg og fjárhagsleg
- Umsjón með verkfundum og gæðaeftirlit
- Skráning gagna í kerfi Vegagerðarinnar
- Skýrslugerð tengd framkvæmdum og viðhaldsverkefnum
- Mælingar tengdar framkvæmdum og undirbúningi verka
Menntunar- og hæfniskröfur
- Iðnmenntun og/eða löng reynsla sem nýtist í starfi
- Tæknimenntun æskileg
- Góð tölvukunnátta skilyrði
- Nákvæmni og öguð vinnubrögð
- Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hóp
- Góðir samstarfshæfileikar og þjónustulund
- Almenn ökuréttindi
- Gott vald á íslensku og ensku
- Góð öryggisvitund
Auglýsing birt6. maí 2025
Umsóknarfrestur13. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Búðareyri 11, 730 Reyðarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Sumarstarf á Akureyri
Þór hf

Framleiðslutæknir / Manufacturing Technologist
Alvotech hf

Súkkulaðigerð/Chocolate making Frá 06.00-14.00
Omnom

Lagerstarf - Varahlutir - Bifreiðar
Vélrás

Starfsmaður í framleiðslu og útkeyrslu
Formar ehf.

Yfirverkstjóri á Selfossi
Vegagerðin

Tæknisinnaður sölumaður - Akureyri
Tölvutek - Akureyri

Verkstæði, Powder Coating, lampasmiðja
Flúrlampar ehf / lampar.is

Meindýraeyðir óskast
Varnir og Eftirlit

Umsjónarmaður á verkstæði / Motorhome workshop maintenance
Rent Easy Iceland

Sérfræðingur í iðnstýrikerfum
Lota

Fjölbreytt sumarstarf í heildverslun
Ísól ehf