
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.

Stuðningsfulltrúi óskast á íbúðakjarna í Grafarvogi
Sumarafleysing á íbúðakjarna fyrir fatlaða í Grafarvogi. Starfshlutfall eftir samkomulagi.
Kostur ef viðkomandi getur byrjað í helgarvinnu fljótlega.
Okkur vantar viðbót í frábæran starfsmannahóp á íbúðakjarna í Grafarvogi. Hér búa 6 konur, hver í sinni íbúð. Þjónustan er einstaklingsmiðuð og fer fram í hverri íbúð eins og hentar hverri og einni.
Starfsmaður þarf að geta unnið allar vaktir, morgun, kvöld og nætur, bæði virka daga og um helgar í afleysingum.
Í boði er bæði full vinna og hlutastörf.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að hvetja og styðja einstaklinga til sjálfstæðs lífs með valdeflandi stuðningi og aðstoð.
- Að styðja einstaklinga við athafnir daglegs lífs s.s. við heimilishald og samfélagsþátttöku.
- Að sinna umönnun og vera vakandi yfir andlegri og líkamlegri líðan íbúa og aðstoða þá eftir þörfum hverju sinni.
- Að styðja einstaklinga til félagslegrar þátttöku s.s. að rækta félagstengsl, stunda afþreyingu og að sækja menningarviðburði.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð almenn menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af starfi með fötluðum æskileg.
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði, skipulagshæfni, stundvísi og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Góð íslenskukunnátta B1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum.
- Umsækjandi þarf að hafa náð 20 ára aldri.
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Auglýsing birt14. maí 2025
Umsóknarfrestur13. júní 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Vættaborgir 82, 112 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (6)

Sumarafleysing á íbúðarkjarnann á Skúlagötu 46
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Við sköpum nýja framtíð í heimaþjónustu Reykjavíkurborgar
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Vaktavinna í neyðarskýli
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Virkniþjálfi í félagsstarfi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Teymisstjóri á íbúðakjarna Barðastöðum
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Starfsmaður í þjónustukjarna við Sléttuveg- sumarstarf
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sambærileg störf (12)

Sumarafleysing á íbúðarkjarnann á Skúlagötu 46
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Starfsmaður óskast á Miðskóga, heimili fatlaðs fólks í Garða
Garðabær

Traust aðstoðarmanneskja óskast á Suðurlandi
NPA miðstöðin

Frábær aðstoðarkona óskast í Hafnarfjörðinn
NPA miðstöðin

PA óskast í fullt starf/PA wanted for full-time position
Aðstoð óskast

Miðjan óskar eftir starfsfólki í dreifkjarna
Sumarstörf - Kópavogsbær

Óska eftir hressum húmoristum í teymið mitt!
NPA miðstöðin

Fjölbreytt og skemmtilegt sumarstarf í búsetukjarna
Búsetukjarnar í Skálahlíð

Frábærar aðstoðarkonur óskast
NPA miðstöðin

Velferðarsvið - starfsfólk í dagdvalir aldraðra
Reykjanesbær

Tenglar fyrir börn með miklar stuðningsþarfir - BS/BA gráða
Arnarskóli

Persónulegur aðstoðarmaður - Sumarstarf
NPA aðstoðarmaður