
Starfsnám í Brussel hjá Uppbyggingarsjóði EES
Langar þig að hefja starfsferlinn þinn í alþjóðlegu umhverfi í hjarta Evrópu?
Viltu vinna að því að draga úr félagslegum og efnahagslegum ójöfnuði í Evrópu?
Uppbyggingarsjóður EES (EEA and Norway Grants) leitar nú að starfsnemum (Junior Professionals) til starfa hjá sjóðum í 11.5 mánuði frá 1. september 2026. Stöðurnar bjóða upp á einstakt tækifæri til að öðlast dýrmæta alþjóðlega reynslu í spennandi og fjölþjóðlegu umhverfi.
Í gegnum EES-samninginn tekur Ísland, ásamt Noregi og Liechtenstein, þátt í innri markaði Evrópu. Einn megin hluti af samningnum snýr að því að draga úr félagslegum og efnahagslegum ójöfnuði milli Evrópuríkja og styrkja samstarf þeirra á milli. Styrkir og samstarfs í gegnum Uppbyggingarsjóð EES er framlag Íslands, Noregs og Liechtenstein að þessu markmiði og voru um 7000 verkefni styrkt af sjóðnum víðs vegar um Evrópu á árunum 2014-2021.
Nú að hefjast nýtt styrktartímabil hjá Uppbyggingarsjóðnum með heildarfjárhæð upp á 3,2 milljarða evra, sem renna til 15 Evrópskra móttökuríkja.
Þetta er spennandi tækifæri fyrir metnaðarfulla einstaklinga sem eru að hefja starfsferilinn og vilja læra, vaxa og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi – allt frá Brussel.
https://jobs.efta.int/wd/plsql/wd_portal.show_job?p_web_site_id=564&p_web_page_id=603617
Enska










