
Melabúðin
Melabúðin er rótgróin kaupmannsbúð með hátt þjónustustig.
Við erum með úrvals kjöt- og fiskborð, mikið úrval grænmetis og erlendra osta. Við bjóðum afar fjölbreytt vöruúrval, bæði sælkeravöru sem og matvöru til daglegrar neyslu.
Við leggjum mikið upp úr íslenskri vöru og nýjungum tengdum henni en jafnframt flytjum við sjálf inn sælkeravörur erlendis frá.
Áherslur okkar liggja í persónulegri þjónustu og breiðu vöruúrvali. Samhliða því veitum við ráðgjöf við val á kjöti og fiski og matreiðslu.
Melabúðin býður upp á lifandi starfsumhverfi en mikið er lagt upp úr áreiðanleika, ríkri þjónustulund og skemmtilegu viðmóti starfsfólks. Við erum rösk og göngum beint og glaðlega til verks og leitum þess sama hjá nýjum samstarfsmönnum okkar.
Melabúðin hefur fengið viðurkenningu hjá CreditInfo sem framúrskarandi fyrirtæki 10 ár í röð og jafnframt verið valið fyrirtæki ársins af Verslunarmannafélagi Reykjavíkur (VR).

Starfsmaður í grænmetisdeild
Melabúðin auglýsir eftir metnaðarfullum starfsmanni í framtíðarstarf í grænmetisdeild.
Vinnutími er kl.08:00-16:30 alla virka daga og annan hvern laugardag kl.09-15.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón og eftirlit með grænmeti
- Áfyllingar og pantanir á grænmeti
- Pökkun á grænmeti & ávöxtum
- Framstillingar
- Önnur almenn verslunarstörf
- Leggja samstarfsmönnum lið við önnur verk m.a. þjónusta í kjötborði.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Metnaður í að veita viðskiptavinum góða upplifun og gott grænmeti!
- Góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund
- Reynsla af vinnu við ferskmeti kostur
- Reynsla af þjónustu- eða eldhússtörfum kostur
- Góð íslensku- og enskukunnátta skilyrði
- 18 ára aldurstarkmark
Auglýsing birt27. desember 2025
Umsóknarfrestur11. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Hagamelur 39, 107 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

YLJA - Laugarás Lagoon - reynslumiklir kokka/ experienced cooks
Laugarás Lagoon

Afgreiðslustarf
Bláa sjoppan og Polo

Er AIR Smáralind að leita að þér?
S4S - AIR

Matreiðslumenn á Brasserie Ask
Lux veitingar ehf.

Starf í HLAUPÁR (60-80%) - tímabundið
HLAUPÁR

Sölufulltrúar óskast í Icewear
ICEWEAR

Mandarin Speaking Sales Associate
66°North

Starfsmaður í Lagnadeild Byko Akureyri
Byko

🥐 Almar Bakari á Selfossi óskar eftir starfsmanni 🥐
Al bakstur ehf

Söluráðgjafi - ELKO Akureyri
ELKO

Erum við að leita af þér?
Beautybar Kringlunni

Sölufulltrúi - Fullt starf
Byggt og búið