

Sölufulltrúi í verslun Tengis á Selfossi
Tengi óskar eftir að ráða öflugan einstakling í söludeild hreinlætistækja á Selfossi. Starfið felur í sér sölu og þjónustu á vörum Tengis til einstaklinga og fagaðila
Hæfniskröfur:
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Reynsla af sölumennsku er æskileg
- Þekking á hreinlætistækjum og/eða pípulagnaefni er kostur
- Stundvísi
- Áreiðanleiki
- Góð íslenskuhæfni skilyrði
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Um framtíðarstarf er að ræða.
Tengi er stofnað árið 1981 og sérhæfir sig í ráðgjöf og sölu á hreinlætistækjum og pípulagningaefni. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Kópavogi en fyrirtækið er einnig með starfsstöð á Akureyri og Selfossi. Hlutverk Tengis er að auðvelda viðskiptavinum val á gæðavörum á sviði hreinlætistækja og lagnaefnis sem studdar eru af framúrskarandi þjónustu. Tengi er metnaðarfullur vinnustaður þar sem lögð er áhersla á jákvæðan starfsanda og sterka liðsheild. Tengi er fyrirmyndar fyrirtæki 2025 hjá VR og framúrskarandi fyrirtæki Creditinfo 2025.












