Flügger Litir
Flügger Litir
Flügger Litir

Sölu- og þjónusturáðgjafi - fullt starf - Flügger Selfossi!

Flügger leitar að sölu- og þjónusturáðgjafa til starfa í fullt starf í verslun sína á Selfossi


Hefur þú áhuga á að veita góða þjónustu og ráðgjöf, innanhúshönnun, málningu, litum og verkferlum?

Við leitum að aðila sem finnst spennandi að aðstoða viðskiptavini við málningarverkefnin sín.
Starfið felur í sér afgreiðslu, þjónustu og ráðgjöf til viðskiptavina, ásamt því að tryggja að verslunin sé snyrtileg og aðgengileg fyrir viðskiptavini.

Við leitum eftir ábyrgum, traustum og þjónustuliprum einstakling sem býr yfir góðri samskiptahæfni. Reynsla af sambærilegu starfi, málningarvinnu og/eða iðnmenntun sem nýtist í starfi er kostur.

Vinnutíminn er:

  • Aðra hvora viku:
    • 08:00-16:00 mánudag til fimmtudags
    • 08:00-13:00 á föstudögum
  • Hina vikuna:
    • 09:00-18:00 mánudag til föstudags
    • 10:00-15:00 á laugardögum

Hjá Flügger eru verkefnin fjölbreytt og alltaf eitthvað nýtt og spennandi að gerast hjá okkur. Við erum samhent teymi sem þrífst á því að eiga góða vinnudaga saman og tryggja viðskiptavinum okkar frábæra þjónustu þegar þeir ætla að breyta til hjá sér.

Leitað er að aðila sem náð hefur 18 ára aldri og við hvetjum öll áhugasöm til þess að sækja um starfið, óháð kyni eða bakgrunni.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Afgreiðsla
  • Sala
  • Þjónusta
  • Ráðgjöf
  • Áfyllingar
Auglýsing birt5. nóvember 2025
Umsóknarfrestur23. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Austurvegur 69, 800 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AfgreiðslaPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SölumennskaPathCreated with Sketch.VöruframsetningPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar