Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Skrifstofustjóri á skrifstofu umhverfisgæða

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið auglýsir stöðu skrifstofustjóra á skrifstofu umhverfisgæða í ráðuneytinu lausa til umsókna í tengslum við breytingar á skipulagi ráðuneytisins, sem tekur gildi 1. janúar 2026. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skipar í embættið til fimm ára í senn.

Í ráðuneytinu starfar um 50 manna samhentur hópur. Ráðuneytið leggur áherslu á öfluga teymisvinnu og hefur hlotið gæðavottun umhverfisstjórnunarkerfis og jafnlaunavottun.

Helstu verkefni og ábyrgð

Skrifstofan sinnir löggjöf á sviði umhverfisgæða og verkefnum sem snúa að stjórn vatnamála, hollustuháttum og mengunarvörnum, hljóðvist, loftgæðum, vörnum gegn mengun hafs og stranda, fráveitum, efnamálum, erfðabreyttum lífverum, umhverfisábyrgð, umhverfismati framkvæmda og áætlana. Þá sinnir skrifstofan einnig verkefnum sem tengjast innleiðingu hringrásarhagkerfis.

 Skrifstofustjóri stýrir skrifstofu umhverfisgæða undir yfirstjórn ráðuneytisstjóra og sinnir daglegum rekstri hennar. Viðkomandi ber ábyrgð á faglegu starfi og verkefnum skrifstofunnar, þ. á m. samhæfingu við aðrar skrifstofur innan ráðuneytisins og önnur ráðuneyti eftir þörfum.

 Hlutverk skrifstofu umhverfisgæða er að koma áherslum ríkisstjórnar og yfirstjórnar ráðuneytisins í framkvæmd með stefnumótun, innleiðingu, framkvæmd, eftirfylgni og árangursmati innan málaflokka ráðuneytisins. Skrifstofan bera jafnframt ábyrgð á þeim alþjóðasamningum og erlendu samstarfi sem undir hana heyrir, ásamt innleiðingu og eftirfylgni með gerðum ESB.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi.
  • Framúrskarandi þekking á málaflokkum skrifstofunnar.
  • Farsæl reynsla af stjórnun eða stýringu stærri verkefna.
  • Víðtæk þekking á laga- og regluumhverfi opinberrar stjórnsýslu ásamt lögum um opinber fjármál.
  • Haldbær reynsla af stefnumótun.
  • Afburða samskiptafærni og hæfni til að skapa jákvætt og öflugt vinnuumhverfi og samvinnu.
  • Öflug færni í að miðla upplýsingum á skýran og greinargóðan hátt.
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og umbótasinnuð hugsun ásamt getu til að starfa sjálfstætt.
  • Stafræn hæfni.
  • Mjög gott vald á íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli og færni til að tjá sig í ræðu og riti.
Auglýsing birt6. október 2025
Umsóknarfrestur21. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Borgartún 26, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar