Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar

Skrifstofustjóri

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar leitar að öflugum stjórnanda til að leiða nýja skrifstofu framkvæmda, viðhalds og eignaumsjónar.

Skrifstofan fer með eigandafyrirsvar með eignum Reykjavíkurborgar, leiðir vinnu við fjárfestingaráætlun og áætlun um kaup og sölu eigna ásamt umsýslu þeirra. Skrifstofan annast og ber ábyrgð á verklegum framkvæmdum þ.m.t. stofnframkvæmdum á vegum Reykjavíkurborgar og sér um viðhald á eignasafni þ.e. húseignum, samgöngumannvirkjum og opnum svæðum.

Hlutverk skrifstofunnar er m.a. að stuðla að sem bestu verklagi, hagkvæmni, gæðum og skilvirkni við stofnframkvæmdir og viðhaldsverkefni á vegum borgarinnar. Skrifstofan gerir frumathuganir vegna framkvæmda við fasteignir, þarfagreiningar, forhönnun, leggur mat á valkosti og gerir frumkostnaðaráætlanir áður en endanleg ákvörðun um framkvæmd er tekin.

Skrifstofustjóri starfar í nánu samstarfi við sviðsstjóra og borgaryfirvöld eftir því sem við á og sinnir eftir þörfum miðlun upplýsinga í samvinnu við stjórnendur bæði innan sviðs og utan. Skrifstofustjóri stýrir skrifstofu og hefur yfirumsjón með verkefnum skrifstofunnar, stefnumótun, fjármálum og mannauðsmálum. Skrifstofustjóri leiðir þróun og uppbyggingu þeirra deilda sem heyra undir skrifstofuna og er í forsvari fyrir þá þjónustu sem veitt er.

Við leitum að einstaklingi með ríka forystuhæfileika, metnað og vilja til að stýra mikilvægri þjónustu og að leiða spennandi breytingar.

Um er að ræða krefjandi og umfangsmikið starf í síbreytilegu og faglegu starfsumhverfi þar sem áhersla er á góða þjónustu og virðingu fyrir umhverfinu. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á rekstri, uppbyggingu og skipulagi skrifstofunnar.
  • Forsvar fyrir þjónustu, fagleg stjórnun mannauðs, fjármála, skipulags og daglegra verkefna.
  • Leiðir áætlanagerð, skipulagningu og markmiðasetningu og tryggir að unnið sé í samræmi við stefnu, áherslur og markmið umhverfis- og skipulagssviðs.
  • Samskipti og samráð við íbúa, hagsmunaaðila, ráðgjafa og stofnanir, nefndir og ráð, skrifstofur og deildir innan og utan borgarkerfis.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf í verkfræði eða af raungreinasviði. Framhaldsnám er kostur.
  • Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi samskiptahæfni.
  • Víðtæk reynsla á starfssviðinu áskilin.
  • Viðbótamenntun á sviði stjórnunar kostur.
  • Reynsla af breytingastjórnun kostur.
  • Drifkraftur, frumkvæði, jákvæðni og metnaður til að ná árangri í starfi.
  • Reynsla af stjórnun umfangsmikilla verkefna, áætlanagerð og eftirfylgni.
  • Hæfni til að setja fram skýr markmið, forgangsraða verkefnum og fylgja eftir.
  • Mjög góð tölvu- og tæknikunnátta.
  • Góðir hæfileikar til samskipta og samvinnu og hæfni til að skapa öfluga liðsheild.
  • Íslenskukunnátta C1-C2 skv. samevrópskum tungumálaramma og enskukunnátta B2-C1.
Auglýsing birt7. ágúst 2025
Umsóknarfrestur24. ágúst 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁætlanagerðPathCreated with Sketch.BreytingastjórnunPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Stefnumótun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar