Heilbrigðisstofnun Austurlands
Heilbrigðisstofnun Austurlands

Skjalastjóri/verkefnastjóri í upplýsingatækni

Heilbrigðisstofnun Austurlands óskar eftir að ráða metnaðarfullan og drífandi einstakling sem hefur yfirumsjón með skjalastjórn og vistun gagna innan stofnunarinnar í samræmi við lög um opinber skjalasöfn nr. 77/2014. Um er að ræða 50-100% stöðugildi eða skv. samkomulagi, í dagvinnu með sveigjanlegum vinnutíma. Staðan veitist frá 1. janúar 2025 eða eftir nánar samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stefnumótun í skjalastjórn- og vistun óháð kerfum.
  • Innleiðing og umsjón með SharePoint málakerfi.
  • Þekking á NIS2 og GDPR reglugerðum í upplýsingatækni.
  • Skipuleggur fræðslu og annast kynningar um skjalastjórn og vistun óháð kerfum.
  • Skipulag aðgangsstýringahópa, eftirlit og aðstoð við notendur SharePoint.
  • Tryggir að persónugreinanleg gögn fái rétt auðkenni og meðhöndlun í SharePoint í samræmi við kröfur um upplýsingaöryggi og persónuvernd.
  • Greining á mögulegum tækifærum, endurskoðun ferla og verklags.
  • Umsjón með grisjun skjala, skráningu í geymsluskrá, pökkun skjala. 
Menntunar- og hæfniskröfur

Menntun og/eða reynsla sem nýstist í starfi. Reynsla og þekking í skjalastjórn auk reynslu af notkun rafrænna skjalastýringarkerfa. Framúrskarandi tölvukunnátta og þekking á upplýsingatækni. Hæfni í mannlegum samskiptum, skipulagshæfileikar og hæfni í að miðla þekkingu til annarra. Sjálfstæði í vinnubrögðum og geta til að leiða umbætur. Góð íslensku- og enskukunnátta.

Auglýsing birt9. desember 2024
Umsóknarfrestur20. desember 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Lagarás 22, 700 Egilsstaðir
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun í upplýsingatækni
Starfsgreinar
Starfsmerkingar