Notendaþjónusta − hugbúnaður, útstöðvar, kennsla o.fl.
Eignaumsjón leitar að öflugum og drífandi starfskrafti til að sjá um notendaþjónustu við eigin hugbúnað og útstöðvar, annast kennslu, kynningar, uppfærslu gæðahandbókar og eftirlit með bakvinnslu ásamt örðum tilfallandi störfum á tæknisviði. Starfið heyrir undir forstöðumann tæknisviðs Eignaumsjónar hf.
Tæknisviðið sér um rekstur tölvukerfa og hugbúnaðargerð og leiðir stafræna þróun fyrirtækisins með það að markmiði að gera bæði starfsfólki og viðskiptavinum kleift að vinna rafrænt með öll gögn sem tengjast þjónustu og rekstri. Efling tæknisviðsins er rökrétt skref á þeirri braut sem Eignaumsjón hefur verið að feta í rekstri upplýsingakerfa sinna til að efla enn frekar tæknigetu í bæði öryggismálum og rafrænum tæknilausnum.
· Notendaþjónusta við hugbúnað og útstöðvar starfsfólks
· Innanhússkennsla og kynningar
· Þátttaka í uppbyggingu gæðahandbókar
· Eftirlit með bakvinnslu
· Önnur störf við úrlausn fjölbreyttra verkefna á tæknisviði
· Menntun eða starfsreynsla á sviði tölvunarfræði, verkfræði eða tengdum greinum sem nýtist vel til úrlausnar ofangreindra verkefna
· Greiningarhæfni, öguð og nákvæm vinnubrögð
· Áhersla er lögð á drifkraft, frumkvæði, fagmennsku og nákvæm vinnubrögð
· Viðkomandi þarf að vera lipur í mannlegum samskiptum og geta unnið sjálfstætt og í hóp