Leikskólinn Langholt
Leikskólinn Langholt

Sérkennslustjóri óskast í Langholt

Viltu taka þátt í að móta skólastarf þar sem hvert barn fær að blómstra á eigin forsendum?

Við í Langholti leitum að metnaðarfullum sérkennslustjóra sem brennur fyrir snemmtækri íhlutun og einstaklingsmiðaðri kennslu í leikskólastarfi.

Langholt er átta deilda leikskóli við Sólheima í Reykjavík og er starfræktur í þremur byggingum.

Sérkennslustjóri ber ábyrgð á að leiða og samhæfa sérkennslu innan skóla og stuðla að heildstæðu og faglegu starfi í þágu barna með fjölbreyttar þarfir. Lögð er rík áhersla á snemmtæka íhlutun, samvinnu fagfólks og náttúrulega kennslu, þar sem unnið er með barnið í sínum daglegu aðstæðum — í leik, námi og samskiptum.

Í Langholti leggjum við áherslu á að draumar allra barna geti ræst og að öll börn geti notið sín.

Við skólann starfar metnaðarfullur starfsmannahópur með fjölbreytta menntun og reynslu. Saman vinnum við að því markmiði að öllum börnum líði vel og þau nái að vaxa, dafna og njóta sín. Við leggjum áherslu á góð og jákvæð samskipti.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Yfirumsjón með skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslu í leikskólanum í samráði við leikskólastjóra.
  • Yfirumsjón með gerð verkefna og gerð einstaklingsnámskráa.
  • Yfirumsjón með samskiptum við foreldra, ráðgjafa og annarra sem koma að sérkennslu.
  • Fræðsla, ráðgjöf og stuðningur við foreldra og starfsmenn.
  • Að veita börnum með sérþarfir leiðsögn og stuðning.
  • Starfa sem tengiliður farsældar í leikskólanum.
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Yfirumsjón með skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslu í leikskólanum í samráði við leikskólastjóra.
  • Yfirumsjón með gerð verkefna og gerð einstaklingsnámskráa.
  • Yfirumsjón með samskiptum við foreldra, ráðgjafa og annarra sem koma að sérkennslu.
  • Fræðsla, ráðgjöf og stuðningur við foreldra og starfsmenn.
  • Að veita börnum með sérþarfir leiðsögn og stuðning.
  • Starfa sem tengiliður farsældar í leikskólanum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennaramenntun, leikskólasérkennaramenntun, Þroskaþjálfamenntun, Bs. í sálfræði eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af sérkennslu
  • Reynsla úr leikskóla
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Hreint sakavottorð
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Góða tölvukunnátta
  • Íslenskukunnátta á stigi B1 skv. samevrópska tungumálarammanum.
Fríðindi í starfi
  • 36 stunda vinnuvika
  • sundkort
  • menningarkort
  • Árlegur heilsustyrkur eftir 6 mán. í starfi
  • afsláttur af dvalargjaldi
  • samgöngusamningur
  • frír hádegismatur
Auglýsing birt18. nóvember 2025
Umsóknarfrestur30. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Sólheimar 19, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁætlanagerðPathCreated with Sketch.FagmennskaPathCreated with Sketch.KennslaPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar