
Sérkennari/Þroskaþjálfi í 100% starf
Kerhólsskóli, grunnskóladeild óskar eftir jákvæðum, faglegum og metnaðarfullum sérkennara eða þroskaþjálfa í 100% starf. Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á einstaklingsmiðuðum stuðningi og þverfaglegu samstarfi um vellíðan og árangur nemenda í starfi.
Kerhólsskóli er samrekinn leik- og grunnskóli með rúmlega 60 nemendur í grunnskóladeild. Í Kerhólsskóla er starfað í anda skóla fyrir alla og þannig lögð rík áhersla á að búa öllum nemendum aðstæður til náms við hæfi hvers og eins, nokkuð sem krefst sveigjanleika og skapandi hugsunar hjá öllu starfsfólki. Einkunnarorð skólans eru gleði, jákvæðni og virðing. Í skólanum er starfað eftir uppbyggingarstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Skólinn er grænfána- og heilsueflandi skóli auk þess sem áhersla er lögð á útikennslu og skapandi starf. Ráðið verður í stöðuna út skólaárið með möguleika á áframhaldandi ráðningu. Ef ekki fæst sérkennari eða þroskaþjálfi kemur til greina að ráða starfsmann með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinanda.
• Skipulagning og framkvæmd sérkennslu.
• Stuðningur við nemendur með fjölbreyttar náms- og félagslegar þarfir.
• Gerð einstaklingsnámskráa og mat á framförum.
• Samvinna við foreldra, fagfólk og stjórnendur.
• Þátttaka í þróunarstarfi og umbótum innan starfsstöðvar.
• Lokið námi í sérkennslu, þroskaþjálfafræðum eða sambærilegu námi (eða á lokametrum).
• Reynsla af starfi með börnum eða einstaklingum með fjölbreyttar þarfir er kostur.
• Frábær samskiptafærni, jákvæðni og faglegt viðhorf.
• Sjálfstæði í vinnubrögðum og geta til að vinna í teymi.
• Góð íslenskukunnátta.
Íslenska










