

Sérkennari /þroskaþjálfi/ uppeldismenntaður starfsmaður
Sérkennari, þroskaþjálfi, leikskólasérkennari eða starfsmaður með sambærilega menntun óskast til starfa í leikskólahluta Dalskóla í Úlfarsárdalnum um er að ræða fjölbreytt starf sem felst aðaðllega í því að fylgja eftir börnum sem þarfnast örvun og aðstoð í hinum ýmsu aðstæðum. Starfið er gefandi og lærdómsríkt þar sem starfsmenn fá góða leiðsögn sérfræðinga.
Í Dalskóla leikskólahuta er lögð áhersla á sveigjanlega starfshætti og samvinnu. Í skólanum ríkir viðhorf virðingar fyrir einstaklingnum og sérkennum hans. Í Dalskóla er mikið um þemabundið smiðjustarf í samfélags- og náttúrugreinum auk samvinnu kennara. Í skólanum er lögð áhersla á lifandi, skemmtilegt og skapandi skólastarf. Leikskólinn vinnur eftir hugmyndafræði Reggio Emilia þar sem barnið er í brennidepli og nær að njóta sín í leik og starfi.
Í leikskólahluta eru 180 börn samtímis í tveimur húsum, því eru hér starfandi 2 sérkennslustjórar sem vinna mikið í teymisvinnu. Í Dalskóla eru ýmis þróunarverkefni í gangi hvert misseri og næsta vetur verður unnið mikið tengt læsi og málörvun auk verkefnis um félagsþroska.
- Vinna með börnum sem þurfa stuðning
- Leiðsögn og stuðningur til starfmanna
- Samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa
- Vinna að einstaklingsnámskrá og fylgja henni eftir
- Sinna verkefnum sem tengjast verkefnum innan leikskólans sem yfirmaður felur honum
- Sérkennari, þroskaþjálfamenntun, leikskólasérkennaramenntun, eða önnur sambærileg menntun
- Reynsla af atferlisþjálfun æskileg
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
- Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar
- Menningarkort - bókasafnskort
- Samgöngustyrkur
- Sundkort
- 36 stunda vinnuvika fyrir fullt starf
- Heilsuræktarstyrkur
Íslenska










