
Leikskólinn Hagaborg
Hagaborg sem er fimm deilda leikskóli á tveimur hæðum við Fornhaga í Reykjavík. Leikskólinn var opnaður 1960 og er því rótgróinn í hverfinu. Gildi Hagaborgar eru virðing, vinátta og hugrekki. Á hverju ári eru tekin fyrir sameiginleg þemaverkefni tengd gildunum skólans. Unnið er með kennslustefnuna „Leikur að læra" og einnig vináttuverkefni Barnaheilla. Stutt er í fjöruna og fjölmargir leikvellir eru í nágrenninu sem eru reglulega heimsóttir. Í Hagaborg er gott að vera og andrúmsloftið einkennist af samkennd og virðingu.

Sérkennari óskast á Hagaborg
Hagaborg er 6 deilda leikskóli og þar dvelja 123 börn.
Við leitum að skapandi og áhugasömu fólki með leikskólakennaramenntun, reynslu, þekkingu til að vinna með ungum börnum.
Starfið í leikskólanum Hagaborg er fjölbreytt og skemmtilegt og enginn dagur er eins en á hverjum degi getum við sameinast um að leggja dýrmætan grunn að þekkingu og þroska barna.
Einkunnarorð leikskólans eru virðing, vinátta og hugrekki. Unnið er með kennslustefnuna "Leikur að læra" og vináttuverkefni Barnaheilla. Þá hefur löngum verið lögð áhersla á málrækt og hreyfingu í Hagaborg. Við leikskólann er starfrækt sérkennsludeild og vantar okkur sérkennara til stuðnings barni á yngstu deildinni okkar.
Starfið er laust frá 15. apríl 2025
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að vinna að gerð einstaklingsnámskrá og fylgja henni eftir.
- Að veita barni þjálfun, leiðsögn og stuðning.
- Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun, sálfræðimenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af sérkennslu æskileg
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
- Góð íslenskukunnátta
Fríðindi í starfi
- Sundkort
- Heilsuræktarstyrkur
- 36 stunda vinnuvika fyrir fullt starf.
- Samgöngustyrkur
- Menningarkort – bókasafnskort
Auglýsing birt4. apríl 2025
Umsóknarfrestur18. apríl 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Fornhagi 8, 107 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Fljót/ur að læraFrumkvæðiMetnaðurSjálfstæð vinnubrögð
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Starf í leikskólanum í Marbakka
Marbakki

Sérkennslustjóri óskast til starfa - Leikskólinn Bakkakot
LFA ehf.

Leikskólakennarar
Leikskólinn Goðheimar

Kennari á yngsta stigi í Álfhólsskóla 2025-2026
Álfhólsskóli

Sérkennari/Þroskaþjálfi í sérdeild einhverfa í Álfhólsskóla
Álfhólsskóli

Kennarar á unglingastigi í Álfhólsskóla 2025-2026
Álfhólsskóli

Leikskólakennari - leikskólaliði
Leikskólinn Maríuborg

Leikskólakennari í deildarstjórn fyrir skólaárið 2025-2026
Heilsuleikskólinn Kór

Leikskólakennari óskast í Barnaskóla Kársness
Barnaskóli Kársness

ÍSAT kennari Hólabrekkuskóla
Hólabrekkuskóli

Deildarstjóri óskast í Læk
Lækur

Þroskaþjálfi - Leikskólinn Bjarkalundur
Hafnarfjarðarbær