
Sérfræðingur í upplýsingastjórnun
Við hjá ÍSOR leitum að lausnamiðuðum og tæknilega sterkum einstaklingi sem brennur fyrir því að innleiða og þróa stafrænar lausnir sem styðja við skilvirkni og gæði. Um er að ræða 70-100% starf á skrifstofu okkar í Kópavogi.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Umsjón með notendavænni skjalastjórnun.
- Innleiða stafrænar lausnir í notendaþjónustu og vera tengiliður við þjónustuaðila.
- Kanna og innleiða ný tækifæri til sjálfvirknivæðingar og nýtingar gervigreindar.
- Styðja við viðhald skilvirks gæðakerfis, bæði efnislega og tæknilega.
- Önnur tilfallandi verkefni og afleysingar.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af skjalastjórnun er nauðsynleg og þekking á rafrænum skilum til Þjóðskjalasafns kostur.
- Góð þekking á Microsoft 365 lausnum sem nýtast í starfi, s.s. SharePoint, Power Apps og Power Automate, er mikill kostur.
- Reynsla af ISO gæðastjórnunarkerfum kostur.
- Framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfni.
- Gott vald á íslenskri og enskri tungu í ræðu og riti.
- Sveigjanleiki og geta til að vinna undir álagi á köflum.
Um er að ræða 70-100% starf á skrifstofu ÍSOR í Kópavogi. Við ráðningar er tekið mið af jafnréttisáætlun ÍSOR og hvetjum við fólk til að sækja um óháð kyni. Umsóknarfrestur er til og með 30. nóvember 2025. Smelltu hér til að sækja um.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Valgerður Gunnarsdóttir, sviðsstjóri rekstrar- og mannauðs, [email protected].
Umsóknir geta gilt í hálft ár frá því að umsóknarfrestur rennur út. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.
ÍSOR leggur áherslu á jöfn tækifæri starfsfólks, ánægða og árangursmiðaða liðsheild og framþróun. Metnaður ÍSOR er að vera í fararbroddi þekkingar á sviði sjálfbærrar nýtingar jarðrænna auðlinda og virðisskapandi lausna. Aðalstöðvar ÍSOR eru í Kópavogi og starfsstöð er á Akureyri.
Íslenska
Enska


