
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð er það sveitarfélag sem austast liggur á landinu með rúmlega 5.500 íbúa. Það varð til við samruna 14 sveitarfélaga sem fór fram í nokkrum áföngum á árunum 1988 til 2018 og er Fjarðabyggð því eitt yngsta sveitarfélag landsins. Kjörorð Fjarðabyggðar er: Þú ert á góðum stað.
Í Fjarðabyggð eru stórbrotnir firðir og tignarleg fjöll aðeins brot af því besta. Menning og fjölbreytt mannlíf er ekki síður minnistætt þeim sem heimsækja sveitarfélagið. Eitt af öðru raða lágreist sjávarþorpin sér meðfram strandlengjunni, hvert með sínum bæjarbrag og áhugaverðu sérkennum.
Bæjarkjarnar sveitarfélagsins eru sjö talsins og jafnan kenndir við firðina eða víkurnar sem þeir standa við. Það er þó ekki einhlítt. Neskaupstaður í Norðfirði er fjölmennasta byggðin, með um 1.500 íbúa, en minnst er Brekkuþorp í Mjóafirði með 15 íbúa. Á Eskifirði eru íbúar um 1.000 talsins og tæplega 1.300 búa á Reyðarfirði. Á Fáskrúðsfirði eru íbúar um 700, um 200 manns búa á Stöðvarfirði og í Breiðdal búa einnig um 200 manns.
Fjarðabyggð byggir á sterkum grunni hvað atvinnu- og verðmætasköpun varðar. Gjöful fiskimið eru undan ströndum Austfjarða og er útgerð og vinnsla sjávarafurða ein af meginstoðum atvinnulífsins ásamt álframleiðslu og tengdum þjónustugreinum. Verslun og þjónusta gegna einnig mikilvægu hlutverki og hefur ferðaþjónusta vaxið hratt á undanförnum árum. Þá jókst mikilvægi landbúnaðar í Fjarðabyggð árið 2018 með sameiningu sveitarfélagsins við landbúnaðarhéraðið Breiðdal.

Forstöðumaður Skjala- og myndasafns Fjarðabyggðar
Fjarðabyggð auglýsir starf forstöðumanns Skjala- og myndasafns Fjarðabyggðar laust til umsóknar
Safnið hefur það hlutverk að vinna að söfnun heimilda og halda utanum skjöl og myndir safnsins frá Fjarðabyggð og Skjala- og myndasafni Norðfjarðar.
Safnið hefur fengi til afnot nýtt húsnæði í Neskaupstað í Gamla Lúðvíkshúsinu sem er endurgert frá grunni með nýrri og góðri skjalageymslu.
Leitað er að einstaklingi með brennandi áhuga fyrir varðveislu sagnaarfs sveitarfélagsins.
Forstöðumaður ber ábyrgð á starfsemi safnsins og verkefnum sem tengjast skjalastjórn sveitarfélagsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stjórnun starfsemi safnsins og þeirra viðfangsefna sem falla undir.
- Ábyrgð á skjala- og myndasöfnun.
- Ábyrgð á þjónustu safnsins gagnvart viðskiptavinum þess.
- Forvörslu, skráningu og grisjun safnkosts.
- Faglegur stuðningur og umsjón með skjalavörslu.
- Annast framþróun í stafrænum lausnum í skjalamálum.
- Aðstoðar við gerð árlegrar starfsáætlunar fyrir safnið.
- Semur ársskýrslu, greinargerðir og fréttaefni um safnið.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun á sviði bókasafns- og upplýsingafræða eða sagnfræði er áskilin.
- Þekkingu á lögum, reglum um opinbera skjalavörslu mikilvæg.
- Sérhæfða þekkingu á skjalavörslu er kostur
- Reynsla af stjórnun, skipulagningu og rekstri starfsemi safns er æskileg.
- Reynsla af faglegu starfi skjala- og myndasafns er æskileg.
- Góð tungumálakunnátta ásamt færni til að miðla upplýsingum í töluðu og rituðu máli.
- Góð tölvukunnátta og þekking á samfélagsmiðlum
Auglýsing birt13. nóvember 2025
Umsóknarfrestur3. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (5)


