Sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu

Við leitum að kraftmiklum einstaklingi með góða innsýn og brennandi áhuga á stafrænni markaðssetningu. Einstakt tækifæri til að byggja upp og leiða stafræn markaðsmál hjá leiðandi fyrirtæki á sínu sviði.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með stafrænni markaðssetningu allra vörumerkja í samvinnu við markaðs- og viðskiptastjóra
  • Innleiðing nýrra tækifæra í sölu og markaðssetningu lyfja
  • Hugmyndavinna, gerð og framsetning kynningarefnis, bæði texta og myndmáls
  • Umsjón með markpósti, hönnun og greining
  • Árangursmælingar og eftirfylgni
  • Ýmis tilfallandi verkefni er tengjast markaðs-, kynningar- og vefmálum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun í markaðsfræði, viðskiptafræði, almannatengslum eða sambærilegt
  • Innsýn og brennandi áhugi á stafrænum markaðsmálum
  • Hæfni og þekking til að greina árangur markaðsherferða
  • Þekking og reynsla af vefstjórn
  • Frumkvæði, sköpunarhæfni og góð samskiptahæfni
  • Skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
  • Frammúrskarandi hæfni til að koma frá sér skýrum texta
  • Mjög góð íslensku og ensku kunnátta
Fríðindi í starfi
  • Hollur og góður morgun- og hádegisverður
  • Aðgangur að sund- og líkamsræktarstöð
  • Niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu
  • Heilsuræktarstyrkur
  • Samgöngustyrkur
Auglýsing birt19. ágúst 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hörgatún 2, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar