

Sérfræðingur í hönnun vatnsmiðla
Við leitum að reynslumiklum og framsýnum einstakling í hönnunarteymi Vatnsmiðla Veitna. Starfið samræmir tæknilega hönnun, nýsköpun og sjálfbærni þar sem þú mótar kerfi sem standast vaxandi kröfur og stuðlar að stöðugum umbótum. Með faglegri ráðgjöf og nánu samstarfi við rekstur, ráðgjafa og sveitarfélög hefur þú áhrif á verklag, stefnu og hvernig vatnsmiðlar Veitna þróast á komandi árum.
Vatnsmiðlar Veitna gegna lykilhlutverki í samfélaginu, við sjáum um dreifingu á heitu vatni og hreinu drykkjarvatni til viðskiptavina auk móttöku og flutnings fráveitu. Sem hluti af okkar teymi tekur þú þátt í að móta, hanna og þróa kerfi sem tryggja áreiðanlega þjónustu til framtíðar.
Hlutverkið felur í sér:
- Tryggja gæði og faglegt samræmi við hönnunarstofur
- Kerfislega rýni hönnunar, mótun á tæknilegum forsendum og tryggir að verkefnin uppfylli kröfur um öryggi, hagkvæmni og sjálfbærni
- Sjá til þess að hönnun endurspegli þarfir Vatnsmiðla, rekstrar, sveitarfélaga og annarra hagaðila
- Undirbúning, eftirfylgni og tæknilegan stuðning við rekstur, ráðgjafa og verkefnateymi
- Þátttöku í umbótum, nýsköpun og stefnuverkefnum
- Faglegra ráðgjöf í samstarfi við hagaðila ásamt vinnu við hönnunarleiðbeiningar og útboðsgögn Veitna
Við leitum að einstaklingi sem hefur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Reynslu af hönnun veitukerfa
- Drifkraft, frumkvæði og lausnamiðaða nálgun
- Góða samskiptahæfni og getu til að vinna bæði sjálfstætt og í teymi
- Góð tök á helstu teikni- og hönnunarforritum
Hvers vegna Veitur?
Veitur eru framsækið þjónustufyrirtæki sem tryggir aðgengi að rafmagni, hita, vatni og fráveitu. Með nýsköpun og samstarfi veitum við lífsgæði til framtíðar. Veitur eru stærsta veitufyrirtæki landsins og þjónustar ríflega 70% landsmanna. Við setjum viðskiptavininn í fyrsta sæti og erum stöðugt að bæta okkur og finna leiðir til þess að þjónusta viðskiptavini okkar enn betur.Til að vita meira um hvernig er að starfa hjá Veitum er tilvalið að heimsækja heimasíðuna okkar, www.veitur.is/vinnustadurinn.
Umsóknarfrestur er til og með 5. janúar 2026. Nánari upplýsingar veitir Eva Stefánsdóttir deildarstjóri fjárfestinga Vatnsmiðla, á netfanginu [email protected].
Íslenska
Enska










