COWI
COWI
COWI

Brunahönnuður

Vilt þú verða hluti af alþjóðlegu fyrirtæki og takast á við áhugaverð verkefni? Hefur þú brennandi áhuga á brunahönnun? Viltu fá tækifæri til að þróast í starfi innan fjölbreytts hóps sérfræðinga hérlendis og erlendis?

Helstu verkefni og ábyrgð

Við hjá COWI á Íslandi leitum að reyndum brunnahönnuði til að vinna að stórum, fjölbreyttum og spennandi verkefnum, bæði í hefðbundni mannvirkjagerð sem og á sviði iðnaðar- og orkuinnviða. Hjá COWI starfa um 70 brunahönnuðir um allan heim og eru boðleiðir stuttar í fjölbreytt þekkingarnet innan samstæðunnar. Í starfinu felast mörg tækifæri til að þróast og tækifæri fyrir réttan aðila að móta hlutverkið.

Helstu verkefni sem þú munt fást við

  • Ráðgjöf og hönnun brunavarna og öryggismála í ýmis konar mannvirkjum.
  • Eldvarnarúttektir á mannvirkjum.
  • Hermun bruna og rýmingu húsa.
  • Samskipti við hönnuði, yfirvöld og fleiri hagsmunaaðila.
  • Skýrslugerð.

 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun við hæfi í verkfræði eða tæknifræði.
  • Sérhæfing í brunahönnun eða brennandi áhugi á brunavörnum.
  • Að minnsta kosti 5 ára reynsla af brunahönnun er æskileg.
  • Góð færni í skrifuðu og töluðu máli á íslensku.
  • Jákvætt viðhorf og frumkvæði í starfi.
  • Nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð.
Fríðindi í starfi

Við bjóðum líka uppá / We also offer

  • Sveigjanlegan vinnutíma og fjarvinnumöguleika samhliða vinnu á starfsstöð.
  • Öflugt mötuneyti með morgunmat, hádegismat og síðdegishressingu.
  • Samgöngu- og líkamsræktarstyrki.
  • Starfsmannafélag með fjölbreyttum viðburðum yfir árið.
  • Viðbótargreiðslur í fæðingarorlofi.
  • Starfsþróunarmöguleika innan COWI, starfsþróunaráætlanir og rafræna þjálfun hjá COWI Academy.
  • Árlegt heilsufarsmat.
Auglýsing birt13. desember 2025
Umsóknarfrestur5. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Urðarhvarf 6, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Verkfræðingur
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar