Skatturinn
Skatturinn

Sérfræðingur á sviði virðisaukaskatts hjá Skattinum

Skatturinn leitar að áhugasömum sérfræðingi til að starfa með öflugum hópi starfsfólks á álagningarsviði í höfuðstöðvum Skattsins í Katrínartúni í Reykjavík. Meginhlutverk álagningarsviðs er að leggja skatta og gjöld á einstaklinga og lögaðila og sinna þeim verkefnum sem því tengjast, þ.m.t. undirbúningi, þjónustu, eftirliti og afgreiðslu erinda og kæra. Gildi Skattsins eru fagmennska, framsækni og samvinna.

Helstu verkefni og ábyrgð

Um fjölbreytt verkefni er að ræða á sviði virðisaukaskatts, m.a. úrlausn flókinna álitaefna, ritun umsagna, samskipti við aðila innan stjórnsýslunnar og aðra hagsmunaaðila, gerð leiðbeininga og úrvinnsla ýmissa gagna sem tengjast starfsemi Skattsins. Um fullt starf er að ræða.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði lögfræði, viðskiptafræði eða hagfræði (lágmarksmenntun er bakkalárgráða, meistaragráða er æskileg)
  • Þekking á lögum, reglugerðum og framkvæmd er varðar virðisaukaskatt
  • Þekking á bókhaldi, reikningsskilum, málsmeðferðarreglum og almennri skattframkvæmd er æskileg
  • Góð greiningarhæfni og færni í miðlun upplýsinga
  • Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu mál
  • Skipulögð, nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð
  • Rík þjónustulund, jákvæðni og góðir samskiptahæfileikar
  • Hreint sakavottorð
Auglýsing birt10. nóvember 2025
Umsóknarfrestur24. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Katrínartún 6
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.NákvæmniPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar