Hagar hf.
Hagar hf.
Hagar hf.

Sérfræðingur á sviði stefnumótunar og rekstrar

Hagar leita að öflugum liðsmanni inn á svið stefnumótunar og rekstrar hjá félaginu. Viðkomandi mun taka þátt í fjölbreyttum verkefnum innan samstæðunnar en aðal áherslan verður á verkefni sem tengjast stefnumótun, viðskiptaþróun, mögulegum kaupum og sölum á fyrirtækjum auk margvíslegra rekstrargreininga. Starfið felur í sér náið samstarf með stjórnendum Haga og dótturfélaga.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þátttaka í stefnumótunarverkefnum hjá Högum og dótturfélögum.
  • Vinna tengd viðskiptaþróun, þ.e. nýjum tekjustraumum eða stoðum í rekstri.
  • Þátttaka í mögulegum kaupum og sölum á fyrirtækjum.
  • Gerð rekstrargreininga og þátttaka í umbótaverkefnum innan samstæðunnar.
  • Verkefnastjórn verkefna innan Haga og þvert á samstæðuna.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Sjálfstæð vinnubrögð og góð færni við að leiða verkefni.
  • Framúrskarandi samskipta- og forystuhæfni.
  • Lausnamiðuð hugsun og sterk greiningarhæfni.
  • Reynsla af framsetningu gagna á aðgengilegan hátt.
  • Góð kunnátta á Microsoft Excel og Powerpoint.
  • Háskólagráða sem nýtist í starfi.
  • Reynsla úr tengdum störfum er kostur.
Auglýsing birt14. mars 2025
Umsóknarfrestur23. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Holtagarðar, 104 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar